Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist


Vallarakvæði (Þorkelsdætrakvæði eða Systrakvæði) er sagnadans eða danskvæði sem er þekkt víða um Norðurlönd. Kvæðið segir frá tveimur dætrum Þorkels sem mæta förumanni (vallara). Hann biður þær um að giftast sér en þær segjast heldur vilja láta lífið. Hann drepur þær þá, tekur af þeim skrautklæði (eða skartgripi) og grefur síðan líkin. Eftir ódæðið kemur hann að húsi Þorkels þar sem hann biður þriðju dótturina um að hleypa sér inn og freistar hennar með klæðunum af systrum hennar. Hún þekkir aftur klæðin og vekur föður sinn sem drepur vallarann. Kvæðið er þekkt í Svíþjóð sem „Per Tyrssons döttrar i Vänge“ eða „Töres döttrar i Wänge“, á norsku sem „Torjusdøtrene“ og á dönsku sem „Truelses døttre“. Svipuð kvæði er að finna á Bretlandseyjum, til dæmis „Babylon“ eða „The Bonnie Banks o Fordie“ þar sem morðinginn eða morðingjarnir reynast vera bræður meyjanna.

Vallarakvæði hefur verið dansað og sungið af þjóðdansafélaginu Vefaranum í gegnum tíðina.

Útfærslur breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.