Ólafsvaka er þjóðhátíð Færeyja. Ólafsvaka er haldin hátíðleg 28. og 29. júlí ár hvert en 29. júlí er dánardagur Ólafs Haraldssonar og er þjóðhátíðardagurinn kenndur við hann. Ólafur féll í orrustunni við Stiklastað í Noregi árið 1030. Ári seinna var Ólafur Haraldsson tekinn í dýrlingatölu og fékk nafnið Ólafur helgi. Dánardags hans hefur verið minnst í tæp þúsund ár. Þennan dag er Færeyska lögþingið jafnan sett á ári hverju.

Skrúðganga á Ólafsvöku.

Kvöldið fyrir Ólafsvöku eru haldnir tónleikar. Hátíðin hefst svo 28. júlí með skrúðgöngu knattspyrnumanna, bæjarstjórnarinnar og hestamönnum undir lúðraþyt og trumbuslætti. Skrúðgangan endar á torginu Tinghúsvelli fyrir framan hús Færeyska lögþingsins. Um kvöldið er haldin róðrakeppni sem er kynja- og aldurskipt.

29. júní hefst fyrsti fundur lögþingsins. Lögmaður Færeyja heldur ávarp. Fyrir fyrsta fund lögþingsins eru þingmenn kallaðir til guðþjónustu í Hafnarkirkju. Eftir guðþjónustuna ganga þingmenn í beinni röð til þinghúsins. Þeir raða sér upp fyrir utan þinghúsið og snúa að torginu Tinghúsvøllur þar sem fjöldi fólks stendur. Þar fer fram tónlistarflutningur Ólafsvökukvartettsins og að honum loknum hefst þingfundur lögþingsins.

Heimildir

breyta
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.