Stjórnarmyndunarumboð

Stjórnarmyndunarumboð er umboð sem þjóðhöfðingi veitir einstaklingi til að mynda ríkisstjórn. Á Íslandi veitir forseti Íslands umboð til stjórnarmyndunar þeim einstakling sem er líklegastur til að mynda starfhæfa ríkisstjórn og algengast er að sá einstaklingur verði forsætisráðherra. Kosið er til Alþingis á fjögurra ára fresti og að Alþingiskosningum loknum kallar forseti formenn allra flokka sem fengu þingmenn kjörna á sinn fund. Lang algengast er að formaður stærsta flokksins á þingi fái umboðið og verði forsætisráðherra en það er ekki algilt.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. nóvember 2024.