Gilsfjörður

Gilsfjörður er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær til Akureyja milli Tjaldaness og Króksfjarðarness. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar.

Gilsfjörður
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til suðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948.

Líkt og margir firðir aðrir er Gilsfjörður sagður hafa fengið nafn af þeim er þar nam land en það var Gils, sem tíðum var kallaður skeiðarnef og bjó á Kleifum.

JarðirBreyta