Tækisfall
Tækisfall (instrumentalis) er fall í málfræði sem er notað til að gefa til kynna að viðkomandi orð er tækið sem frumlagið notar til að gera eitthvað. Orðið getur lýst áþreifanlegum hlut eða hugtaki.
Tækisfall er til í fornensku, fornsaxnesku, georgísku, armensku, basknesku, sanskrít og baltneskum og slavneskum málum.
Notkun eftir tungumálum
breytaGermönsk mál
breytadæmi um tækisfall í gamal ensku: Worhte Ælfred cyning lytle werede gewoerc. Byggði Alfreð konungur með littlu liði virki. Í þessari setningu er lytle werede (littlu liði) í tækisfalli. Orðinu -með er sleppt. "Worhte" er sama orð og virkja en merkir hér vann eða búa til.
Slavnesk tungumál
breytaPólska
breytaÍ pólsku er tækisfall nafnorða í eintölu myndað með endingunni -em í karlkyni og hvorugkyni og -ą í kvenkyni. Tækisfallsending lýsingarorða í eintölu er -im í karlkyni og hvorugkyni en -ą í kvenkyni. Í fleirtölu er nafnorðsendingin -ami í öllum kynjum en lýsingarorðsendingin er -imi.
Tækisfall er notað með nafnliðum með sögninni być „að vera“, með forsetningum svo sem z „með“ og einstætt til að tákna að aðgerð er gerð með ákveðnu tæki:
Nefnifall | Tækisfall |
---|---|
Kelner serwuje drinki. „Þjónninn ber fram hanastél.“ | Jestem kelnerem. „Ég er þjónn.“ |
Ogród jest bardzo zielony. „Garðurinn er mjög grænn.“ | Mieszkam w domu z ogrodem. „Ég bý í húsi með garði.“ |
Moja łódź jest stara. „Báturinn minn er gamall.“ | Podrózuję łodzią. „Ég fer með skipi.“ |
Ten długopis jest niebieski. „Þessi penni er blár.“ | Piszę list z niebieskim długopisem. „Ég skrifa bréf með bláum penna.“ |