Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Tímaeignarfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Ávarpsfall (vocativus) er fall í málfræði sem tekur gildi þegar nafnið er sagt í beinni ræðu, það er að segja þegar viðkomandi er ávarpaður. Orðið „ávarp“ er sumpart ónákvæmt í íslensku og getur þýtt eins konar ræða (samanber „nýársávarp forseta“) en fallið hefur ekkert með ræðu að gera.

Enn fremur er ljóst að sumir myndu skilja orðið „ávarp“ þannig að aðeins þegar einstaklingur er nefndur á nafn í upphafi samtals sé hann ávarpaður enn ávarpsfallið er notað út allt samtalið í flestum þeim tungumálum sem hann er notaður og mætti því ef til vill fremur nefna viðmælendafall eða annarar persónu fall. Hjástæð (við nafn viðkomandi) lýsingarorð og titilorð svo sem herra eða frú eru ennfremur sett í ávarpsfall.

Notkun eftir tungumálum

breyta

Íslenska

breyta

Í íslensku eru einhverjar leifar af ávarpsfalli en ekkert alvöru ávarpsfall. Jesú, ávarpsfallsmynd af orðinu Jesús, er tekið úr latínu.

Orðmyndirnar son og vin eru dæmi um ávarpsfall:

Nefnifall Ávarpsfall
Kær vinur er gulli betri. Kæri vin, segðu mér nú sögu.

Latína

breyta
Föll í latínu
Nefnifall
Ávarpsfall
Þolfall
Eignarfall
Þágufall
Sviptifall
Staðarfall

Ávarpsfall er nokkuð algengt í latínu.

Öll annarar beygingar (nafnorð í latínu greinast í 5 beygingarflokka) orð sem enda á -us í nefnifalli enda á -e í ávarpsfalli. Sem dæmi servus - serve (þræll) dominus - domine (húsbóndi), Brutus - Brute. Þó nokkur orð sem enda á -us en falla ekki undir aðra beygingu svo sem manus (hönd) og domus (hús) haldast óbreytt.

Þau orð sem enda á -ius í nefnifalli enda á -i í ávarpsfalli. Sem dæmi filíus - filí (sonur)

Orðið 'meus- er eina undantekningin. Meus þýðir minn. Meus verður mí.

Orð sem hafa aðrar endingar en -us eða -ius í nefnifalli eru eins í nefnifalli og ávarpsfalli sem aftur þýðir að sirka 2/3 orða helst óbreyttur milli fallanna. Ennfremur er ljóst að í latínu er ávarpsfallið það aukafall sem oftast er samhljóða nefnifallinu, og má að líkum leiða að það sé hvort tveggja vegna undirliggjandi skyldleika en ennfremur (alveg ábyggilega) var það næst í röðinni til að detta út en í latínu hafði einungis staðarfall dottið burt frá frum-indó-evrópsku, þótt leifar staðarfallsins mætti enn greina á stöku stað.

Dæmi:

  • Et tu, Brute. = Þú líka, Brutus.
  • Volo te occidere, Marce. = Ég vil drepa þig, Marcus.

Skosk gelíska

breyta

Í skoskri gelísku sem og í írsku er ávarpsfall myndað með smáorðinu a og mýkingu fyrsta samhljóðs í nafninu þar sem á við. Í karlkynsnöfnum fer síðasta samhljóð einnig í gegnum „grenningu“ (e. slenderisation) sem er táknað í ritmálinu með i á undan samhljóðinu. Smáorðinu a er sleppt ef nafnið byrjar á sérhljóði.

Nefnifall Ávarpsfall
Caitrìona a Chaitrìona
Dòmhnall a Dhòmhnaill
Màiri a Mhàiri
Seumas a Sheumais
Ùna Ùna
a choin

Slavnesk tungumál

breyta
  • Í rússnesku hefur ávarpsfallið horfið en þó má greina leifar þess í upphrópunum eins og Bosje! „Guð!“.
  • Ávarpsfall er að finna í tékknesku en ekki hinni náskyldu slóvakísku. Orð og nöfn sem í nefnifalli enda á -a, svo sem mörg kvennmansnöfn og sum ættarnöfn, enda á -o í ávarpsfalli, t.d. nf. Olga, ávf. Olgo; nf. Radjana, ávf. Radjano; nf. Mia ávf. Mio. Karlkynsnöfn sem enda á -n, -d eða -r í nefnifalli bæta við sig -e endingu í ávarpsfalli. Karlkynsorð sem enda á -s, -z eða -l bæta við sig -i. Karlkynsorð sem enda á -k í nefnifalli bæta við sig -u. Kvenkynsnöfn sem enda á samhljóða í nefnifalli haldast yfirleitt óbreytt.
  • Í úkraínsku varðveist ávarpsfall aðeins í eintölu.

Baltnesk mál

breyta
  • Í litháísku eru endingar ávarpsfalls -i, -ai og -e.
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.