Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Tímaeignarfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Nefnifall (skammstafað sem nf.) er fall sem fallorð geta staðið í. Nefnifall er almennt notað fyrir frumlag setninga og fyrir sagnfyllingar.

Nefnifall í forngrísku breyta

Frumlag setningar stendur alla jafnan í nefnifalli í forngrísku. Í óbeinni ræðu þar sem gerandi stýrandi sagnar er sá sami og gerandi nafnháttar í óbeinu ræðunni, stendur frumlag nafnháttarins í nefnifalli (sé það tekið fram) en væri annars í þolfalli.

Nefnifall í íslensku breyta

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Nefnifall er eitt af fjórum föllum í íslensku. Orð sem eru í nefnifalli eru annaðhvort frumlag setningar eða sagnfylling. Einnig er nefnifall notað í ávörpum. Í sumum örðum tungumálum, svo sem latínu, er sérstakt ávarpsfall notað í þessum tilgangi. Einstöku sinnum er þetta latneska fall notað í íslensku.

Venja er hjá Íslendingum að bæta við hér er fyrir framan nefnifallið í eintölu en hér eru í fleirtölu þegar orð eru fallbeygð sérstaklega.

Sjá einnig breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu