Tímaeignarfall er eignarfall án sérstaks fallvalds sem táknar tímann þegar eitthvað gerist, t.d. þessa árs og kvölds og morgna. Í íslensku er tíminn ýmist táknaður í þolfalli eða þágufalli, hvort heldur er með forsetningum eða forsetningarlaust. Til algerra undantekninga telst þó tímaeignarfallið.[1]

Tímaeignarfallið hefur fylgt málinu lengi. Komið annars dags = annan dag, segir í Völundarkviðu og í Hávamálum: Hins hindra dags (= daginn eftir) gengu hrímþursar.

Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

  1. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1982
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.