Íverufall
Íverufall (inessivus, úr latínu īnsum „ég er í, ég tilheyri“) er fall sem fallorð geta staðið í í sumum tungumálum. Þetta fall er eitt af staðarföllunum í basknesku, finnsku, eistnesku og ungversku.
Notkun eftir tungumálum
breytaEistneska
breytaÍ eistnesku er íverufall sýnt með endingunni -s.
Finnska
breytaÍverufall er eitt af sex staðarföllum í finnsku. Önnur staðarföll í finnsku eru úrferðarfall, íferðarfall, nærverufall, sviptifall og tilgangsfall. Í finnsku er íverufall táknað með endingunni -ssa eða -ssä, eins og kemur fram í þessum dæmum:
Nefnifall | Íverufall |
---|---|
talo „hús“ | talossa „í húsinu“ |
Reykjavik „Reykjavík“ | Reykjavikissä „í Reykjavík“ |
Islanti „Ísland“ | Islannissa „á Íslandi“ |
Ungverska
breytaÍ ungversku er íverufall sýnt með endingunni -ben en getur þó skipt um sérhljóða enda sérhljóðasamræmi í orðum mjög algengt líkt og í skyldum málum.
Tengt efni
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Íverufall.