Íferðarfall
Íferðarfall (illativus) er fall sem finna má í ýmsum tungumálum svo sem ungversku og finnsku.
Í finnsku er illatívus flokkað sem eitt af sértæku staðarföllunum. Sértæku staðarföllin eru 6 og skiptast í tvennt, innri og ytri og er illativus flokkað sem eitt af þeim innri ásamt íverufalli og úrferðarfalli.
Í finnsku er ending illatívus -n og það táknar hreyfingu inn, inní, að / til. Þannig merkir - taloon, inní húsið og Suomeen, til Finnlands.
Rasmus Rask gaf fallinu sitt latneska heiti útfrá ábendingarorðum í latínu sbr. -illo í latínu (þangað), og sbr. ennfremur almenn persónufornöfn og greini í rómönsku málunum. Orðið fyrir til í rúmensku er af sama stofni -la ekki komið af -ad í latínu svo sem í ítölsku, frönsku etc.