Grettislaug er heit laug rétt við sjóinn í landi Reykja á Reykjaströnd, kennd við Gretti Ásmundarson, en sagt er að hann hafi eftir Drangeyjarsund sitt „bakast þar lengi um nóttina, því honum var kalt orðið eftir sundið nokkuð svo“.

Grettislaug.
Drangey, Grettislaug til vinstri í myndinni

Allt fram á 20. öld voru laugarnar tvær, önnur hlaðin upp og notuð til þvotta og kallaðist Reykjalaug en hin lítill pollur sem nefndur var Grettislaug. Haustið 1934 gerði mikið óveður á Skagafirði og eyðilögðust laugarnar þá báðar í brimi, því sjávarkamburinn færðist ofar. Heita vatnið kom þá upp sjávarmegin við hann.

Árið 1992 var laugin svo endurgerð að undirlagi Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls, bónda á Fagranesi, hlaðin upp og varnargarður gerður fyrir framan hana. Síðan hefur hún kallast Grettislaug. Laugin er um 4,5 s 3,75 m og um 80 cm djúp. Vatnið er um 42°C heitt.

65°26′47″N 22°12′31″V / 65.44639°N 22.20861°V / 65.44639; -22.20861

Heimildir breyta

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi. Skefilsstaðahreppur - Skarðshreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 1999. ISBN 978-9979-861-18-8
  • „Byggði Grettislaug eftir eigin hugmyndum. Dagur, 22. júlí 1993“.