Sandgerðisviti er steyptur ferstrendur viti sem stendur við höfnina í Sandgerði. Upphaflega var hann reistur 1921 og var þá 8 metrar, en síðan hækkaður um 10 metra með því að steypa ofan á gamla vitann árið 1946.

Sandgerðisviti

Ljóseinkenni vitans er Oc WRG 6s, 6 sekúndna glampaljós í hvítum, rauðum og grænum geira.