Laugarvatn (stöðuvatn)

64°12.60′N 20°46.94′V / 64.21000°N 20.78233°V / 64.21000; -20.78233

Laugarvatn.
Laugarvatn

Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð, en við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi er um 2 metrar, og fullt af gróðri og við það er heit laug. Hermt er að sumir heiðingjar hafi eftir kristnitöku árið 1000 verið skírðir í þessari laug og hún kölluð Vígðalaug. En þar voru lík Jóns Arasonar, biskups og sona hans þvegin er þau voru flutt frá Skálholti norður yfir heiðar eftir aftöku þeirra í nóvember 1550.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.