Stórbruni
Stórbruni er bruni sem veldur miklu tjóni á byggingum, og helst þar sem hús standa þétt saman eins og í bæjum og borgum. Stórbrunar teljast einnig vera þar sem margir láta lífið eða mikil verðmæti fara forgörðum af völdum elds.
Helstu stórbrunar á Íslandi
breyta- 1148 - 30. september - Hítardalsbrenna: Stórbruni í Hítardal þar sem 73 manns sem voru þar við veislu brunnu inni, þar á meðal Skálholtsbiskup. Eldingu sló niður í veisluskálann með þessum afleiðingum.
- 1648 - Stórbruni að Stórólfshvoli í Rangarvallasýslu: Árið 1648 varð bæjarbruni á Stórólfshvoli hjá ekkju Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns, og er í gömlum annálum sagt, að meiri gersemar og verðmæti muni naumast hafa eyðilagst í eldsvoða á Íslandi fram til þess tíma, þ.á m. voru handrit merk, skjöl og mikill bókakostur, dýrmætir skartgripir og aðrir fjármunir. Ekkjan, Katrín ríka Erlendsdóttir, bjargaðist naumlega út með börnum sínum. Af henni eru miklar sagnir og þjóðsögur.
- 1901 - 19. desember - Stórbruni varð á Akureyri og urðu 50 manns heimilislausir er tólf hús brunnu.
- 1906 - 18. október - Stórbruni á Akureyri: Sjö hús brenna á Akureyri og um áttatíu manns misstu heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ sagði blaðið Norðurland.
- 1915 - 25. apríl - Stórbruni varð í Reykjavík er Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti brunnu. Tveir menn fórust.
- 1935 – 30. desember - Keflavík. Bruninn í Skildi Stórbruni á . Eldurinn kviknaði í jólatré á jólafagnaði barna í samkomuhúsi staðarins. Gekk bæði fullorðnum og börnum seint að komast út og brunnu 10 manns inni, og hlutu 30 mans alvarleg brunasár. Þetta er mannskæðasti brunni á Íslandi, frá því á sturlunga öld.
- 1943 - 7. apríl - Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi brann til grunna. Hernámsliðið hafði þá yfirtekið spítalann. Þeir fáu holdsveikisjúklingar sem enn voru á landinu höfðu nokkru áður verið fluttir á Kópavogshæli.
- 1944 - 3. febrúar - Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brann til kaldra kola. Einn maður fórst í brunanum.
- 1967 - 10. mars - Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík og brunnu þar 3 hús til grunna. Hús Iðnaðarbankans varð fyrir skemmdum af eldinum.