Bruninn í Skildi

stórbruni í Keflavík 1935

Bruninn í Skildi er bruni sem varð á jólatrésskemmtun fyrir börn í félagsheimilinu Skildi í Keflavík þann 30. desember 1935. Það voru 180 börn og 20 fullorðnir í húsinu og voru börn að ganga kringum jólatré þegar kviknaði í silkipappír sem vafið hafði verið utan um jólatrésfótinn og varð strax mikið eldhaf. Tvennar dyr voru á salnum en þær lágu inn í önnur herbergi og út úr þeim var hægt að ganga í aðaldyragang hússins. Dyrnar opnuðust báðar inn í salinn.

Tíu manns létust í brunanum eða af völdum hans, þar af sjö börn. Þau sem létust voru:

Kristín S. Halldórsdóttir 76 ára f. 4. september 1859
Guðrún Eiríksdóttir, 61 ára f. 22. júní 1874 í Akurhúsum, Garði
Loftur Hlöðver Kristinsson 10 ára f. 8. janúar 1925
Borgar Breiðfjörð Björnsson 6 ára f. 20. júlí.1929
Guðbjörg Sigurgísladóttir 7 ára f. 4. október 1928
Sólveig Helga Guðmundsdóttir 7 ára f. 21. maí 1928
Anna Guðmundsdóttir 10 ára f. 28. júní 1925
Árni Jóhann Júlíusson 8 ára f. 24. nóvember 1927
Þóra Eyjólfsdóttir 71 árs f. 11. febrúar 1865
Alma Sveinbjörg Þórðardóttir 10 ára f. 22.12. 1925. Alma lést 28. mars 1936.


Tenglar breyta

  1. Dagný Gísladóttir (2010). Bruninn í Skildi.