Snjóflóð á Íslandi
Á Íslandi eru snjóflóð algengasta dánarorsök af völdum náttúruhamfara. Fyrsta heimild um snjóflóð er frá 1118 og þar til ársins 2001 er getið 680 dauðsfalla vegna snjóflóða. [1] Talan er 685 árið 2023. Frá um 1350 til 1600 skortir heimildir úr annálum.
Listi yfir mannskæð snjóflóð á Íslandi
breytaDauðsföll | Staður | Dagsetning | Athugasemd | |
---|---|---|---|---|
5 | Saurbær í Dölum | Óbyggðir | laust eftir 1100 | Fyrsta heimild um manntjón af völdum snjóflóðs er að finna í Sturlungu sem greinir frá því að fimm manns létust þegar þeir voru að leita að líki Mög-Snorra sem drukknaði í Sælingsdalsá.[2] |
18 | Geitadalur | 1181 | 18 manns fórust eftir snjóflóð í Geitadal.[2] | |
1 | Svarfaðardalur | Óbyggðir | 12. janúar, 1194 | Heljardalsheiði |
11 | Fagridalur | 1293 | 11 manns fórust eftir snjóflóð í Fagradal.[2] | |
22 | Norðurland | 1334 | 22 farast í snjóflóði á Norðurlandi, ekki vitað hvar.[2] | |
3 | Vatnsskarð | 1403 | Vatnshlíð. | |
7 | Lundarreykjadalur | 1525 | ||
3 | Vestfirðir | 1538 | ||
1 | Geitanes | 1560 | ||
3 | Hrafnseyrarheiði | 1597 | ||
3 | Svarfaðardalur | desember 1609 | Urðir. | |
50 | Siglunes | 1613 | Vegna þess hve gamalt þetta flóð er þá hefur það ekki fengist nákvæmlega staðfest hversu margir fórust í þessu flóði sumar heimildir tala um 30 manns í stað 50. | |
1 | Önundarfjörður | 1628 | Við Sporhamar í Mosdal. Fórst einn maður. | |
1 | Önundarfjörður | 1628 | Við Ytri Veðragjá. Fórst einn maður 1628. | |
3 | Ólafsfjörður | 1696 | Hólshyrna. | |
7 | Reynivellir | 15. janúar 1699 | í Kjós. | |
3 | Héðinsfjörður | maí 1725 | Vatnsendi, heimildum ber ekki saman um það hve margir fórust sumar segja 3 aðrar 6. | |
9 | Seyðisfjörður | 25. janúar 1732 | Brimnes. Níu manns fórust en níu komust af. Fjögurra ára stúlka fannst á lífi eftir níu dægur (fjóran og hálfan sólarhring). | |
2 | Ólafsfjörður | 4. desember 1740 | Þóroddsstaðafjall/Auðnahyrna. | |
8 | Skagafjörður | 1752 | 8 manns farast í snjóflóði við Skarð í Skagafirði.[2] | |
1 | Önundarfjörður | 1760 | Við Klofningsheiði. Fórst einn maður. | |
1 | Seyðisfjörður | 18. febrúar 1803 | Selstaðavík. | |
1 | Skálavík | 17. janúar 1804 | ||
1 | Önundarfjörður | 1814 | Við Nyrðri-Breiðdal. Fórst einn maður. | |
3 | Ísafjarðardjúp | 20. mars 1815 | Annað gil innan Hraunsgils neðan Hrafnakletta. | |
4 | Skutulsfjörður | 1818 | Fjórir farast í snjóflóði við Augnavelli í Skutulsfirði.[2] | |
2 | Siglufjörður | 1827 | Herkonugil einn maður fórst. | |
2 | Siglufjörður | 1833 | Hestskarð einn maður fórst | |
1 | Önundarfjörður | 1834 | Breiðdalsheiði. Fórst einn maður. | |
6 | Súgandafjörður | 1836 | Sex farast í snjóflóði á Norðureyri í Súgandafirði.[2] | |
1 | Önundarfjörður | 1842 | Við Snæból á Ingjaldsandi. Fórst einn maður . | |
1 | Önundarfjörður | 1843 | Einn maður fórst á Breiðdalsheiði | |
1 | Seyðisfjörður | 19. nóvember 1848 | Vestdalur. | |
3 | Eskifjörður | 21. nóvember 1849 | Grjótá. | |
1 | Önundarfjörður | 1855 | Einn maður fórst á Breiðdalsheiði. | |
3 | Siglufjörður | 5. maí 1859 | Hvanneyrarströnd. | |
2 | Ólafsfjörður | 15. október 1869 | Brimnesfjall. | |
1 | Ólafsfjörður | 7. nóvember 1869 | Ósbrekkufjall. Einn maður fórst . | |
2 | Svarfaðardalur | 26. október 1878 | Ytraholtsdalur. | |
1 | Ólafsfjörður | 5. febrúar 1881 | Hólkotshyrna. Einn maður fórst. | |
2 | Seyðisfjörður | 13. janúar 1882 | Kálfabotn | |
24 | Seyðisfjörður | 18. febrúar 1885 | „Varð það stórslys á Seyðisfirði, að snjóflóð tók af 16 íveruhús og varð að bana 24 mönnum (5 börnum), fjöldi manna meiddist; 12 beinbrotnuðu“. [3] | |
3 | Ytri-Saultarbotnsgjá | 26. febrúar 1885 | ||
3 | Önundarfjörður | 20. desember 1886 | Hærrafjall í Villingadal á Ingjaldssandi. | |
1 | Seyðisfjörður | 29. janúar 1890 | Hánefnstaðafjall. | |
2 | Siglufjörður | 7. maí 1891 | Hvanneyrarströnd. | |
1 | Svarfaðardalur | 1900 | Þverárdalur. | |
20 | Hnífsdalur | Byggðarkjarni | 18. febrúar 1910 | |
4 | Skálavík | 1. mars 1910 | ||
1 | Siglufjörður | febrúar 1912 | Siglufjarðarskarð. | |
9 | Siglufjörður | Byggðakjarni | 12. apríl 1919 | Evangersflóð |
7 | Siglufjörður | Bóndabær | 12. apríl 1919 | Engidalsflóð. |
2 | Héðinsfjörður | Óbyggðir | 12. apríl 1919 | |
3 | Sviðning | Bóndabær | 23. desember 1923 | |
1 | Önundarfjörður | 3. mars 1926 | Við Sauðanes. | |
1 | Svarfaðardalur | 5. nóvember 1926 | Mjógeiri. | |
4 | Bolungarvík | 3. mars 1928 | Óshlíð. | |
1 | Önundarfjörður | 19. janúar 1930 | Grafargil í Valþjófsdal. | |
3 | Önundarfjörður | 27. janúar 1934 | Við Búðanes utan við Flateyri. | |
2 | Ísafjarðardjúp | 2. mars 1941 | "Steiniðjugil". | |
6 | Bjarnarfjörður | Goðdalur | 12. desember 1948 | Flóðið, sem var um 130 metrar á breidd, féll á sunnudegi en uppgötvaðist ekki fyrr en á fimmtudegi. Þrír fundust á lífi í rústunum en tveir þeirra létust stuttu síðar.[4] |
2 | Svarfaðardalur | 2. mars 1953 | Auðnir | |
1 | Svarfaðardalur | 3. nóvember 1955 | Másstaðir. | |
1 | Skíðadalur | 1955 | ||
12 | Neskaupstaður | Byggðakjarni | 20. desember 1974 | Fyrraflóð/Bræðsluflóð: 5 fórust Seinnaflóð/Mánaflóð: 7 fórust. Snjóflóðin í Neskaupstað 1974 |
2 | Norðfjörður | 26. mars 1978 | Gunnólfsskarð. | |
2 | Esja | óbyggðir | 6. mars 1979 | Suðvestan til í fjallinu. |
4 | Patreksfjörður | Byggðakjarni | 22. janúar 1983 | Fyrraflóð - Geirseyrargil - fórust 3 Seinnaflóð - Littladalsá - fórst 1 |
2 | Óshlíð | 8. mars 1989 | Tveir fórust, þar af einn lögreglumaður, en einn slapp er snjóflóð féll á veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.[5] | |
1 | Önundarfjörður | Óbyggðir | 13. nóvember 1991 | Á veginum um Breiðdalsheiði Suðurkinn. |
1 | Skutulsfjörður | 5. apríl 1994 | Einn fórst og þrír slösuðust þegar snjóflóð féll á skíðasvæðið á Seljalandsdal og orlofsbyggð í Tungudal. Flest mannvirki skíðasvæðisins í Seljalandsdal eyðilögðust ásamt um 40 sumarbústaðir í Tungudal.[6] | |
14 | Súðavík | Byggðakjarni | 16. janúar 1995 | Sjá: Snjóflóðið í Súðavík |
1 | Reykhólar | 20. janúar 1995 | ||
20 | Flateyri | Byggðakjarni | 26. október 1995 | |
1 | Lágheiði | Bóndabær | 13. janúar 2004 | Bakkagil |
1 | Fáskrúðsfjörður | Óbyggðir | 10. april 2006 | Hoffellsdalur |
1 | Esja | Óbyggðir | 28. janúar 2017 | |
1 | Esja | Óbyggðir | 29. janúar 2020 | Nálægt Móskarðahnúkum |
1 | Svarfaðardalur | Óbyggðir | 7. apríl 2022 | Þrír bandarískir menn lentu í flóði innarlega í dalnum, upp af bænum Skeiði. Einn lést og slösuðust hinir alvarlega.[7] |
Listi yfir önnur snjóflóð á Íslandi
breytaSnjóflóð hafa fallið í byggð þar sem ekki hefur orðið manntjón. Meðal þeirra eru eftirfarandi:
- Flateyri: 14. janúar 2020. Táningsstúlka var grafin úr flóðinu sem fór yfir varnargarð vestan megin og á hús. Annað flóð fór meðfram varnargarði austan megin og á höfnina þar sem nokkrir bátar eyðilögðust.
- Neskaupstaður: 27. mars 2023. Tólf íbúðir skemmdust og tugir bíla. Fólk skarst vegna rúðubrota.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Flekaflóð algengustu snjóflóðin, Morgunblaðið, 17. janúar 1995, bls. 13
- 142 látist í snjóflóðum frá aldamótum, Helgarpósturinn, 19. janúar 1995, bls. 21–23
- Snjóflóðasaga Veðurstofa Íslands
- rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum Alþingi
Tilvísanir
breyta- ↑ Slys og tjón af völdum snjóflóða og skriðufalla Veðurstofan
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 „Menn komu naktir hvaðanæva að, vaðandi gegnum snjó og ís“. Dagblaðið Vísir. 8. janúar 1983. bls. 2-3. Sótt 8. júlí 2023.
- ↑ úr Almanaki hins íslenzka Þjóðvinafélags 1887; Islandsannáll 1885, útg. 1886, Kaupmannahöfn
- ↑ „Snjóflóð fellur á bæinn Goðdal í Bjarnarfirði og verður sex manns að bana“. Morgunblaðið. 19. desember 1948. bls. 1, 8. Sótt 18. september 2024.
- ↑ „Skarphéðinn R. Ólafsson lögregluþjónn“. Morgunblaðið. 18. mars 1989. bls. 38. Sótt 6. júlí 2023.
- ↑ „Einn maður fórst og eignatjón metið á 130 milljónir“. Morgunblaðið. 6. apríl 1994. bls. 1, 26-27, 34-35, 68. Sótt 6. júlí 2023.
- ↑ Lést í snjóflóðinu í SvarfaðadalRúv, sótt 8/4 2022