Lundarreykjadalur
Lundarreykjadalur, sem áður nefndist Reykjadalur syðri, er einn af Borgarfjarðardölum og er á milli Skorradals og Flókadals. Dalurinn er um 25 kílómetra langur og liggur frá vestri til austurs á milli tveggja brattra hálsa. Grímsá rennur um dalinn.
Dalurinn er kenndur við kirkjustaðinn Lund, sem er neðan við miðjan dal, norðan ár. Allmargir bæir eru í dalnum og var hann áður sérstakur hreppur, Lundarreykjadalshreppur, en sameinaðist þremur öðrum hreppum í Borgarfjarðarsveit árið 1998 og er nú hluti af Borgarbyggð. Í landi jarðarinnar Brautartungu er samnefnt félagsheimili og þar er sundlaug.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.