Skálavík er vík yst í Ísafjarðardjúpi, skammt vestan við Bolungarvík, stutt og breið vík fyrir opnu hafi. Þar er brimasamt og erfið lending. Breiðabólsdalur er upp af víkinni, grösugur og umlyktur fjöllum og hömrum. Nokkrir bæir voru í dalnum. Landið í Skálavík er nýtt á sumrin og húsin notuð sem sumarhús. Mjög snjóþungt er í Skálavík og samgöngur voru erfiðar og snjóflóð tíð.

Skálavík á sumarkvöldi

Snjóflóð féll á bæinn Breiðaból árið 1910 og fórust fjórir, en fimm björguðust eftir að hafa legið 40 klukkustundir í snjónum.[1][2]

Símasamband komst á í Skálavík árið 1956.[3] Skálavík fór í eyði 1963 þegar síðustu tveir bændur fluttu af jörðum sínum.[4]

Skálavík var í Hólshreppi og telst nú til sveitarfélagsins Bolungarvíkur. Vegur liggur frá Bolungarvík til Skálavíkur yfir Skálavíkurheiði. Þar varð banaslys árið 1994 þegar vélsleði lenti fram af hárri snjóhengju innan Koppstaða og ofan í Breiðabólsá.[5][6][7][8]

Tilvísanir

breyta
  1. Nýtt snjóflóð, Þjóðólfur, 4. mars 1910, bls. 35
  2. Nýtt snjóflóð, Ísafold, 5. mars 1910, bls. 54
  3. Öll N-Ísafjarðarsýsla í símasambandi, Morgunblaðið, 7. nóvember 1956, bls. 16
  4. Fréttabréf úr Bolungarvík, Tíminn, 24. júlí 1963, bls. 9
  5. Ók fram af snjóhengju og lést, Bæjarins Besta, 29. mars 1994, bls. 12
  6. Konu bjargað eftir 11 stundir, Morgunblaðið, 29. mars 1994, bls. 2
  7. Banaslys í Skálavík, Vestfirska fréttablaðið, 29. mars 1994, bls. 3
  8. Hjálpar mér mikið að tala um atburðinn, Dagblaðið Vísir, 9. apríl 1994, bls. 24

Tenglar

breyta