Flateyri
Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur á samnefndri eyri við norðanverðan Önundarfjörð. Þar bjuggu 267 manns árið 2020. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.
Lögbýlið Eyri stóð í brekku rétt fyrir ofan og utan Flateyri. Verslun hófst á Flateyri í lok 18. aldar. Flateyri varð löggildur verslunarstaður þann 31. maí 1823. Íbúar voru um 100 árið 1890 en um það leyti hóf Hans Ellefsen hvalveiðar frá Flateyri og reisti íbúðarhús á Sólbakka. Í kjölfar þess fjölgaði íbúum hratt og voru þeir um 250 um aldamótin 1900. Flestir voru íbúar Flateyrar árið 1964 en þá voru þeir 550.
Á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands, Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson sem er í daglegu tali kölluð Gamla Bókabúðin á Flateyri. Verslunin hefur verið í rekstri af sömu fjölskyldunni, í fjórar kynslóðir frá árinu 1914.
Í maí árið 2007 tilkynntu eigendur Kambs, stærsta atvinnufyrirtæki Flateyrar, að þeir myndu hætta útgerð og fiskvinnslu á Flateyri og selja allar eignir félagsins og þar með fiskveiðikvótann. Þar störfuðu 120 manns, 65 í landvinnslu og sjómenn á fimm bátum.
Saga
breytaSnjóflóð
breytaÞann 26. október, 1995 féll gríðarlegt snjóflóð Flateyri með þeim afleiðingum að 20 manns fórust.[1]. Eftir það voru reistir miklir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn og hafa þeir a.m.k. einu sinni bjargað byggðinni frá flóðinu 1995. Minnisvarði um þá sem fórust var reistur skammt frá enda flóðsins við Flateyrarkirkju.
Fyrir ofan Flateyri er Eyrarfjall og nær brún þess í um 660 m. Í hlíðum Eyrarfjalls eru tvö gil, Innra-Bæjargil og Skollahvilft en úr þessum giljum hafa snjóflóðin sem falla í átt að Flateyri komið. Ofan byggðarinnar á Flateyri hafa verið byggðir tveir leiðigarðar til varnar snjóflóðum úr þessum giljum.
Í janúar 2020 féllu tvö snjóflóð á varnargarðanna; bæði snjóflóðin fóru yfir varnargarðana. Annað snjóflóðið fór á eitt hús og hitt yfir smábátahöfnina. 15 ára stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað eftir 40 mínútur. Sex af sjö bátum í höfninni skemmdust og var það mikið atvinnutjón. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Morgunblaðið, 27. október 1995
- ↑ Yfirlit um snjóflóðin: Enn er hætta á fleiri flóðum Rúv, skoðað 16. jan. 2020.
Tenglar
breyta* Frá Kollabúðum til karfavinnslu; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1981
- Myndir af Flateyri Geymt 10 mars 2009 í Wayback Machine