Botnleðja

Íslensk hljómsveit
(Endurbeint frá Silt (hljómsveit))

Botnleðja (einnig þekkt sem Silt) er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð í Hafnarfirði árið 1994. Hún er skipuð þeim Heiðari Erni Kristjánssyni sem syngur og spilar á gítar, Ragnari Páli Steinssyni á bassa og Haraldi Frey Gíslasyni á trommum.

Botnleðja
Önnur nöfnSilt
UppruniHafnarfjörður, Íslandi
Ár1994–2005, 2011–2013, 2023
StefnurRokk
ÚtgáfufyrirtækiRymur, R&R músik, Error músík, Spik
SamvinnaPollapönk, Hafnarfjarðarmafían
Meðlimir
Fyrri meðlimir
VefsíðaBotnleðja á Facebook

Árið 1995 tók Botnleðja þátt í Músíktilraunum og sigraði keppnina.[1] Sem hluta af verðlaununum fékk sveitin rúman sólahring í upptökuveri þar sem hún tók upp sína fyrstu plötu, Drullumall. Platan kom út sama ár.[2]

Í upphafi var hljómsveitin undir áhrifum gruggsveita eins og Nirvana, Soundgarden, Alice In Chains, Melvins, Pearl Jam og Mudhoney. Hún tók upp hráan og pönkaðan stíl og söng á íslensku, sem var óvenjulegt fyrir sveitir af þessari gerð á þeim tíma. Sveitin var einnig þekkt fyrir að hafa gengið undir ýmsum nöfnum, þar á meðal Blend, Utopia, Dive og Rusl, áður en nafnið Botnleðja varð fyrir valinu.

Eftir útgáfu Drullumalls fór sveitin í tónleikaferðalag um Ísland og hélt áfram að þróa tónlist sína. Árið 1996 gaf sveitin út sína aðra plötu, Fólk er fífl, sem naut mikillar velgengni og er oft talin ein af betri plötum sveitarinnar.[3]

Árið 1997 hélt sveitin til Bretlands þar sem hún hitaði upp fyrir britpopsveitina Blur á tónleikaferðalagi þeirra. Á þessum tíma tók sveitin upp efni á ensku undir nafninu Silt. Þriðja platan, Magnyl, kom út árið 1998, og var fylgt eftir með tónleikaferðalagi um Bretlandseyjar.[4]

Fjórða platan, Douglas Dakota, var tekin upp í Englandi og kom út árið 2000. Eftir útgáfu hennar hætti Kristinn Gunnar Blöndal í hljómsveitinni, en hann hafði spilað á hljómborð á Magnyl. Botnleðja hélt áfram í upprunalegri mynd.[5]

Sveitin tók þátt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003 með laginu „Euro/Visa“, en hafnaði í öðru sæti á eftir Birgittu Haukdal.[6] Sama ár gaf sveitin út plötuna Iceland National Park, sem átti einnig að koma út undir nafninu Silt. Platan innihélt enska útgáfu lagsins „Euro/Visa“ undir nafninu „Human Clicktrack“.[7]

Botnleðja tók sér hlé í kringum árið 2013 en kom aftur saman árið 2023 þegar sveitin hitaði upp fyrir hljómsveitina Pavement í Hörpu.

Hljómsveitarmeðlimir

breyta

Kristinn Gunnar Blöndal var hljómborðsleikari hljómsveitarinnar á því tímabili sem hún gerði Magnyl. Gítarleikarinn Andri Freyr Viðarsson tók við af Kristni og tók þátt í mörgum hljómleikaferðum hljómsveitarinnar víða um heim og hérlendis. Hann spilaði ekki inn á plötu með Botnleðju. Heiðar og Haraldur eru líka hluti af Hafnarfjarðarmafíunni, stuðningssveit Fimleikafélags Hafnarfjarðar, og eru líka meðlimir hljómsveitarinnar Pollapönk.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Stuttskífur

breyta

Safnplötur

breyta

Smáskífur

breyta

Sýnishorn

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Músíktilraunir Tónabæjar: Þær Bestu eru úr Hafnarfirði“. Fjarðarpósturinn. 6. apríl 1995.
  2. „Á barmi hins byggilega heims: Botnleðja gefur út Drullumall“. DV. 4. nóvember 1995.
  3. „Íslenskir hæfileikar“. Helgarpósturinn. 7. nóvember 1996.
  4. „Er þetta ekki örugglega listaverk?“. DV (Fókus). 4. desember 1998.
  5. „Botnleðja í útlöndum“. Morgunblaðið. 26. október 2000.
  6. „Forkeppnin fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Hvatning fyrir íslenska lagasmíði“. Morgunblaðið. 18. janúar 2003.
  7. „Í einu orði sagt...!“. Morgunblaðið. 12. apríl 2003.

Tenglar

breyta