Nirvana (hljómsveit)

Nirvana var gruggrokk-hljómsveit sem var starfandi á síðari hluta níunda áratugarins fram að miðjum tíunda áratugsins. Hljómsveitin hætti störfum eftir að söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Kurt Cobain, lést 5.apríl 1994.

Saga hljómsveitarinnarBreyta

Nirvana var stofnuð árið 1987 í Aberdeen, Washington fylki. Kurt Cobain kynntist Krist Novoselic í gegnum hljómsveitina The Melvins. Áður en þeir stofuðu Nirvana, voru þeir í mörgum hljómsveitum saman. Bleach var heitið á fyrstu breiðskífu sveitarinnar og kom hún út árið 1989. Eftir Bleach kom Nevermind árið 1991, þekktasta skífa þeirra félaga. Incesticide, sem var þriðji diskurinn, kom út árið 1992, og eru á þeim disk B-hliða lög. Síðasti diskurinn sem kom út meðan Nirvana var ennþá starfandi, var In Utero, árið 1993. Seinna eftir að Nirvana hætti, komu út nokkrir diskar. MTV Unplugged in New York kom út í nóvember 1994.From the Muddy Banks of Wishkah kom út 1996, sem eru tökur frá tónleikum á árunum 1989-1994.

Dave Grohl stofnaði hljómsveitina Foo Fighters eftir endalok Nirvana.

HljómsveitarmeðlimirBreyta

Lengst afBreyta

Styttri tímabilBreyta

Útgefið efniBreyta

BreiðskífurBreyta

Aðrar útgáfurBreyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.