Soundgarden var grugg (grunge)-hljómsveit frá Seattle. Sveitin var stofnuð árið 1984 og starfaði til 1997. Eftir slitin hóf Chris Cornell, söngvari bandsins, sólóferil og gekk einnig í hljómsveitina Audioslave. Matt Cameron hóf þá að tromma með Pearl Jam.

Soundgarden í Paramount Theatre, Seattle (2013).
Kim Thayil gítarleikari (2012)
Chris Cornell, söngvari (2012)

Árið 2010 kom sveitin aftur saman og gaf út plötuna King Animal. Meðlimirnir unnu að nýrri plötu árið 2017.[1] Sjálfsvíg Cornells í maí 2017 þýddi endalok sveitarinnar. Eftirstandandi meðlimir komu saman í janúar 2019 á minningartónleikum um Cornell og tilkynntu að þeir myndu ekki koma saman aftur.

Breiðskífur

breyta
  • Ultramega OK (1988)
  • Louder Than Love (1989)
  • Badmotorfinger (1991)
  • Superunknown (1994)
  • Down on the Upside (1996)
  • King Animal (2012)

Meðlimir

breyta
  • Chris Cornell – söngur, gítar (1985-1997, 2010-2017), trommur (1984–1985)
  • Kim Thayil – gítar (1984–1997, 2010–2019)
  • Ben Shepherd – bassi, bakraddir (1990–1997, 2010–2019)
  • Matt Cameron – trommur, bakraddir (1986–1997, 2010–2019)

Tilvísun

breyta
  1. http://www.blabbermouth.net/news/chris-cornell-says-work-has-started-on-new-soundgarden-music/