Utanþingsráðherra
Utanþingsráðherra er ráðherra í þingræðisríki sem ekki situr á þjóðþingi landsins. Á Íslandi sitja ráðherrar í umboði meirihluta Alþingis og því er algengast að ráðherrar séu valdir úr röðum alþingismanna en þó eru alltaf dæmi þess að skipaðir séu ráðherrar sem eiga ekki sæti á Alþingi, algengt er að utanþingsráðherrar nái síðar kjöri á þing eftir að hafa setið sem ráðherra.[1][2] Utanþingsráðherrar hafa rétt til að flytja frumvörp á Alþingi og taka til máls í þingsal en hafa ekki atkvæðisrétt þegar Alþingi greiðir atkvæði um mál.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Utanþingsráðherrar“. Alþingi. Sótt 16. desember 2024.
- ↑ „Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?“. Vísindavefurinn. Sótt 16. desember 2024.
- ↑ „33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Alþingi. Sótt 16. desember 2024.