Utanþingsráðherra

Utanþingsráðherra er ráðherra í þingræðisríki sem ekki situr á þjóðþingi landsins. Á Íslandi sitja ráðherrar í umboði meirihluta Alþingis og því er algengast að ráðherrar séu valdir úr röðum alþingismanna en þó eru alltaf dæmi þess að skipaðir séu ráðherrar sem eiga ekki sæti á Alþingi, algengt er að utanþingsráðherrar nái síðar kjöri á þing eftir að hafa setið sem ráðherra.[1][2] Utanþingsráðherrar hafa rétt til að flytja frumvörp á Alþingi og taka til máls í þingsal en hafa ekki atkvæðisrétt þegar Alþingi greiðir atkvæði um mál.[3] Í sumum löndum er ráðherrum óheimilt að sitja á þingi. Í Hollandi er ráðherrum heimilt að ná kjöri á þing en mega ekki sitja á þingi meðan þeir gegna ráðherraembætti. Í Bandaríkjunum ríkir forsetaræði og þar er ráðherrum óheimilt að gegna þingmennsku.

Tilvísanir

breyta
  1. „Utanþingsráðherrar“. Alþingi. Sótt 16. desember 2024.
  2. „Þurfa ráðherrar að vera þingmenn?“. Vísindavefurinn. Sótt 16. desember 2024.
  3. „33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Alþingi. Sótt 16. desember 2024.