Dómsmálaráðuneyti Íslands

Dómsmálaráðuneyti Íslands er eitt af níu ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður þess er dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðuneytið
Ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ráðuneytisstjóri Haukur Guðmundsson[1]
Staðsetning Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Vefsíða
Dómsmálaráðuneytið og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Frá 2011 til 2017 fór innanríkisráðuneytið með málefni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið tók til starfa 1. maí 2017.

Málefni ráðuneytisinsBreyta

Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:[2]

 • Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
 • Ákæruvald
 • Dómstóla, aðra en félagsdóm
 • Réttarfar
 • Réttaraðstoð
 • Refsirétt
 • Skaðabótarétt og sanngirnisbætur
 • Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna
 • Birtingu laga og stjórnvaldserinda
 • Eignarrétt og veðrétt
 • Fullnustu refsinga
 • Almannavarnir
 • Leit og björgun
 • Lögreglu og löggæslu
 • Sjómælingar og sjókortagerð
 • Vopnamál
 • Áfengismál, sem ekki heyra undir annað ráðuneyti

 • Mannréttindi og mannréttindasáttmála
 • Sifjarétt
 • Rannsókn á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn
 • Persónurétt og persónuvernd
 • Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum
 • Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu
 • Trúmál
 • Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk
 • Ríkisborgararétt.
 • Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum
 • Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
 • Sýslumenn og hreppstjóra.
 • Kosningar
 • Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá
 • Landhelgisgæslu Íslands

SagaBreyta

Frá því að Ísland fékk Stjórnarráð árið 1904 fóru Ráðherrar Íslands með dóms- og kirkjumál þar til sér ráðherra var skipaður 1917, Jón Magnússon.

Ráðuneytið hét dóms- og kirkjumálaráðuneytið fram til 2009, þá var nafninu breytt yfir í dóms­mála- og mannréttindaráðuneytið (2009–2011) og meiri áhersla lögð á verkefni á sviði lýð- og mannréttindamála. Ráðuneytið hélt áfram að sjá um kirkjumál. Auk þess tók ráðuneytið þá við forræði yfir sveitastjórnarkosningum, fasteignamati, neytendamálum, og málum er vörðuð mansal.[3]

Árið 2011 sameinaðist ráðuneytið samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneytinu og var þá innanríkisráðuneytið myndað. Innanríkisráðuneytið var svo klofið árið 2017 í dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

Sjá einnigBreyta

TilvísanirBreyta

 1. „Dómsmálaráðuneytið“. Sótt 2. desember 2017.
 2. „Nr. 84/2017 Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands“. Sótt 2. desember 2017.
 3. Vefrit dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. 2009.

TenglarBreyta