Roger Meddows Taylor OBE (fæddur 26. júlí 1949) er breskur tónlistamaður, söngvari, lagasmiður og fjölhljóðfæraleikari, best þekktur sem trommarinn úr rokkhljómsveitinni Queen.[1] Sem trommari vakti Roger athygli snemma á ferli sínum fyrir sitt sérstaka hljóð. [2] Hann var kosinn áttundi besti trommari í sögu klassísks rokks í könnun sem haldin var af Planet Rock árið 2005.[3]

Roger Taylor
Taylor að koma fram með Queen + Adam Lambert í desember 2017
Taylor að koma fram með Queen + Adam Lambert í desember 2017
Upplýsingar
FæddurRoger Meddows Taylor
26. júlí 1949
Ár virkur1968 - nútíð
StefnurRokk
Hljóðfæritrommur, söngur
ÚtgefandiEMI, Elektra, Capitol, Parlophone, Hollywood, Virgin EMI
SamvinnaQueen, Queen + Paul Rodgers, Queen + Adam Lambert, The Cross, Smile, Felix & Arty, Yoshiki, Lydia Canaan
Vefsíðarogertaylorofficial.com

Sem lagasmiður lagði Taylor til lög í plötur Queen frá upphafi og samdi að minnsta kosti eitt lag á hverri plötu. Hann söng oft aðalrödd á sínum eigin lögum. Hann skrifaði eða skrifaði ásamt öðrum þrjú lög sem komust í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi („These Are The Days of Our Lives“, [4]Innuendo“ og „Under Pressure“) ásamt fimm öðrum vinsælum lögum („Radio Ga Ga“, „A Kind of Magic“, „Heaven for Everyone“, „Breakthru“, og „The Invisible Man“).[5]

Hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Eric Clapton, Roger Waters, Roger Daltrey, Robert Plant, Phil Collins, Genesis, Jimmy Nail, Kansas, Elton John, Gary Numan, Shakin' Stevens, Foo Fighters, Al Stewart, Steve Vai, Toshiki, Cyndi Almouzni og Bon Jovi. Sem framleiðandi hefur hann framleitt plötur með Virginia Wolf, Jimmy Nail og Magnum.

Auk vinnu hans sem trommari er Taylor vel þekktur fyrir falsettu raddsvið sitt. Hann spilaði stundum á hljómborð, gítar og bassa í sínum eigin lögum. Á níunda áratugnum stofnaði hann hljómsveit sem hann starfaði í samhliða Queen, the Cross. Þar var hann aðalsöngvari og gítarleikari.

Heimildir breyta

  1. „Queen drummer has written soundtrack for low-budget Brit film“. The Independent (enska). 15. apríl 2015. Sótt 8. janúar 2021.
  2. Rolling Stone – tölublað 149 – 12. júní 1973
  3. „Zeppelin voted 'ideal supergroup' (bresk enska). 10. júlí 2005. Sótt 8. janúar 2021.
  4. „Bechstein Debauchery“. web.archive.org. 17. desember 2007. Afritað af uppruna á 17. desember 2007. Sótt 8. janúar 2021.
  5. „Bechstein Debauchery“. web.archive.org. 17. desember 2007. Afritað af uppruna á 17. desember 2007. Sótt 8. janúar 2021.