Tyrkjaveldi
Tyrkjaveldi, einnig nefnt Ottómanveldið eða Ósmanska ríkið, (ottómönsk tyrkneska: دولت عالیه عثمانیه, Devlet-i Âliye-yi Osmâniyye, tyrkneska: Osmanlı Devleti eða Osmanlı İmparatorluğu) var stórveldi við austurhluta Miðjarðarhafs sem Tyrkir stjórnuðu. Tyrkjaveldi ríkti yfir stórum hlutum Suðaustur-Evrópu, Vestur-Asíu og Norður-Afríku milli 14. og 20. aldar. Tyrkjaveldið var stofnað í norðvesturhluta Anatólíu árið 1299 í bænum Söğüt, af ættbálkahöfðingjanum Ósman (arabíska: Uthmān) sem heimsveldið var síðan kennt við.[9] Ottómanar réðust fyrst inn í Evrópu árið 1354 og hófu að leggja Balkanskaga undir sig. Þar með breyttist ósmanska soldánsdæmið í heimsveldi með lönd í tveimur heimsálfum. Soldáni Mehmed II lagði stórborgina Konstantínópel undir sig árið 1453 og batt þannig enda á Austrómverska keisaradæmið.[10]
Tyrkjaveldi | |
دولت عليه عثمانیه Devlet-i ʿAlīye-i ʿOsmānīye | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: دولت ابد مدت Devlet-i Ebed-müddet („Ríkið eilífa“)[1] | |
Höfuðborg | Söğüt[2] (u. þ. b. 1299–1331) Níkea[3] (İznik) (1331–1335) Bursa[4] (1335–1363) Adríanópólis (Edirne)[4] (1363–1453) Konstantínópel (nú Istanbúl) (1453–1922) |
Opinbert tungumál | Tyrkneska |
Stjórnarfar | Einveldi (1299–1876; 1878–1908; 1920–1922) og kalífadæmi (1517–1924[5]) Þingbundin konungsstjórn (1876–1878; 1908–1913; 1918–1920) Flokksræði (1913–1918)
|
Soldán | Ósman 1. (1299–1323/1324; fyrstur) Mehmed 6. (1918–1922; síðastur) |
Kalífi | Selím 1. (1517–1520; fyrstur) Abdúl Mejid 2. (1922–1924; síðastur) |
Nýtt ríki | |
• Stofnun | Í kringum 1299 |
• Soldánslaust tímabil | 1402–1413 |
• Stofnun heimsveldis | 1453 |
• Fyrra stjórnarskrártímabilið | 1876–1878 |
• Seinna stjórnarskrártímabilið | 1908–1920 |
• Soldánsdæmið afnumið | 1. nóvember 1922 |
• Lýðveldið Tyrkland stofnað | 29. október 1923 |
• Kalífadæmið afnumið | 3. mars 1924 |
Flatarmál • Samtals |
5.200.000[6][7] km² |
Mannfjöldi • Samtals (1912) • Þéttleiki byggðar |
24.000.000[8] Breytilegt/km² |
Gjaldmiðill | Ýmsir: Akçe, Para, Sultani, Kuruş, Líra |
Undir stjórn Súleimans mikla náði Tyrkjaveldi hátindi þróunar og útbreiðslu.[11] Í upphafi 17. aldar skiptist ríkið í 32 héruð auk fjölda skattlanda. Sum þeirra voru síðar innlimuð í heimsveldið, en sum héldu eftir mismikilli sjálfstjórn í gegnum aldirnar. Konstantínópel varð höfuðborg heimsveldisins sem Istanbúl og Tyrkjaveldi var í margar aldir milligönguríki í verslun milli Evrópu og Asíu.
Áður var gjarnan sagt að ríkinu hefði tekið að hnigna eftir lát Súleimans mikla, en fræðimenn eru ekki lengur almennt á þeirri skoðun.[12][13][14] Ríkið einkenndist af sterku og sveigjanlegu stjórnkerfi, efnahagskerfi og her á 17. og 18. öld.[15][16] Á löngu friðartímabili, milli 1740 til 1768, dróst Tyrkjaveldi hernaðarlega aftur úr helstu keppinautum sínum, Habsborgaraveldinu og Rússaveldi.[17] Í kjölfarið biðu Ottómanar nokkra alvarlega ósigra seint á 18. öld og 19. öld. Sjálfstæðisstríð Grikkja leiddi til sjálfstæðis Grikklands árið 1830. Þessi áföll leiddu til tilrauna til að nútímavæða ríkið með umbótum sem nefndust Tanzimat. Á 19. öld efldist ríkisvaldið því, þrátt fyrir missi landsvæða á Balkanskaga þar sem mörg ný sjálfstæð ríki urðu til á fyrrum yfirráðasvæði Tyrkjaveldis.
Með byltingu Ungtyrkja árið 1908 var stjórn ríkisins breytt í þingbundið konungsvald, en eftir slæmt gengi í Balkanstríðunum tók nefnd um einingu og framfarir yfir stjórn ríkisins með valdaráni árið 1913 og kom á flokksræði. Stjórnin gerði bandalag við Þýskaland og Tyrkjaveldi varð eitt af Miðveldunum í Fyrri heimsstyrjöld.[18] Innanlandsátök settu mark sitt á ríkið, uppreisn Araba hófst í Vestur-Asíu og stjórnin stóð að þjóðarmorðum gegn Armenum, Assýringum og Grikkjum.[19][20] Ósigurinn og hernám Bandamanna Tyrkjaveldis leiddu til skiptingar þess og yfirtöku Breta og Frakka á fyrrum yfirráðasvæðum þess í Mið-Austurlöndum. Mustafa Kemal Atatürk leiddi sjálfstæðisstríð Tyrklands gegn Bandamönnum og með stofnun lýðveldisins Tyrklands árið 1922 var Tyrkjaveldi formlega lagt niður.[21]
Saga
breytaEftir að ríki Seljúka leystist upp undir lok 13. aldar var Anatólíu, einnig þekkt sem Litla Asía, skipt upp á milli nokkurra fylkinga. Höfðinginn Ósman I leyddi eina af þessum fylkingum og varð síðar fyrsti soldán Tyrkjaveldis. Eftir að hann lést tók Orhan sonur hans við sem soldán. Á valdatíð hans hófust hinir miklu landvinningar Ósmanna. [22] Eftir sigurför Múrads I um Balkanskagann á árunum 1362-1389 náði ríkið yfir hluta tveggja heimsálfa og gat gert kröfu til þess að kalla sig kalífadæmi. Undir stjórn Mehmeds 2.[23][24][25] steyptu Ósmanar austrómverska keisaradæminu með því að ná Konstantínópel á sitt vald árið 1453.
Tyrkjaveldi var miðpunktur samskipta Vestur- og Austurlanda í rúmlega 600 ár. Tyrkjaveldi var stöðugt efnahags- og samfélagslega alla 17. og 18. öld. Á blómaskeiði sínu, undir lok 17. aldar, náði ríkið yfir hluta þriggja heimsálfa og innihélt Balkanskagann og suðausturhluta Evrópu, ásamt stærstum hluta Mið-Austurlanda og Norður-Afríku, og náði frá Gíbraltarsundi í vestri til Kaspíahafs í austri og frá Austurríki í norðri til Sómalíu í suðri. Höfuðborg ríkisins var hin forna borg Konstantínópel við Bospórussund, eftir að soldáninn Memed sigursæli náði henni á sitt vald árið 1453.
Á miðri 18. öld dró þó nokkuð úr afli Tyrkjaveldis þegar Habsborgaraveldið og Rússaveldi hófu að sækja að Tyrkjum í bardögum um landsvæði. Á þessu tímabil töpuðu Tyrkir mörgum orrustum, sem leiddi til mikils mannfalls, kostnaðar og landamissis. Þetta varð til þess að stjórn Tyrkja hóf miklar umbætur, nútímavæðingu og endurbyggingu ríkisins.
Stjórnskipulag
breytaTyrkjaveldi var stjórnað af súnní-múslímum sem oftast töluðu tyrknesku. Heimsveldinu var stjórnað frá Istanbúl þar sem merkir soldánar reistu stórfengleg minnismerki og settu mark sitt á söguna. Fjölmargar þjóðir bjuggu innan heimsveldisins og tilheyrði fólkið ýmsum trúflokkum og talaði ótal tungumál.
Tyrkjaveldið beitti tiltölulega litlu ríkisvaldi og var ekki talin þörf á að skipta sér af daglegum athöfnum fólks. Heimsveldið var það stórt og víðfeðmt að ólíklegt er að þeir hefðu haft tök á að skikka alla til þess að tala tyrknesku og iðka sína trú. Heimsveldið var því í raun eins konar frumeindarstjórn, þ.e. hver hreppur og sýsla hafði nokkuð mikið svigrúm til þess að stjórna sér sjálf svo lengi sem ákveðin skattur væri greiddur til Istanbúl og að lögmæti stjórnvalda þar væri viðurkennt. Ef að peningaflæðið hélt sínu striki sáu stjórnvöld litla ástæðu til þess að efast um völd sín.
Gyðingar og kristnir fengu sjálfræði og trúfrelsi undir stjórn Tyrkja en höfðu þó minni réttindi en múslímskir þegnar ríkisins. Lagalega séð voru þeir ekki jafnréttháir auk þess sem þeir þurftu að borga hærri skatta og ýmiss konar skattálögur sem múslímar voru undanþegnir.
Millet-kerfið
breytaMillet-kerfið var eitt af grundvallarkerfunum í heimsveldinu. Millet þýðir í raun samfélag eða þjóð. Tyrkir skiptu fólki upp eftir trú og var hver trúdeild millet, yfir hverju millet var svo trúarleiðtogi sem var fulltrúi þess samfélags gagnvart stjórnvöldum. Hvert millet bar ábyrgð á sínu fólki og þýddi það að einstaklingur sem fæddist í ákveðnu millet fylgdi þeim lögum og reglum sem giltu þar, honum var fundinn maki innan milletsins og einning séð fyrir vinnu. Ef að deilumál komu upp innan milletsins var það leyst innan þess án afskipta Tyrkja. Tyrkjir beittu sér aðeins í þeim málum sem komu upp á milli mismunandi milleta. [26]
Tilvísanir
breyta- ↑ McDonald, Sean; Moore, Simon (20. október 2015). „Communicating Identity in the Ottoman Empire and Some Implications for Contemporary States“. Atlantic Journal of Communication. 23 (5): 269–283. doi:10.1080/15456870.2015.1090439. ISSN 1545-6870. S2CID 146299650.
- ↑ Stanford Shaw, History of the Ottoman Empire and Modern Turkey (Cambridge: University Press, 1976), vol. 1 p. 13
- ↑ Atasoy & Raby 1989, bls. 19–20.
- ↑ 4,0 4,1 Ottoman Capital Bursa. Opinber vefsíða menningar- og ferðamannaráðuneytis Tyrklands. Skoðað 8. febrúar 2022.
- ↑ Finkel, Caroline (2005). Osman's Dream: The Story of the Ottoman Empire, 1300–1923. New York: Basic Books. bls. 110–1. ISBN 978-0-465-02396-7.
- ↑ Rein Taagepera (september 1997). „Expansion and Contraction Patterns of Large Polities: Context for Russia“. International Studies Quarterly. 41 (3): 498. doi:10.1111/0020-8833.00053. JSTOR 2600793.
- ↑ Turchin, Peter; Adams, Jonathan M.; Hall, Thomas D (desember 2006). „East-West Orientation of Historical Empires“. Journal of World-Systems Research. 12 (2): 223. ISSN 1076-156X. Sótt 12. september 2016.
- ↑ Erickson, Edward J. (2003). Defeat in Detail: The Ottoman Army in the Balkans, 1912–1913. Greenwood Publishing Group. bls. 59. ISBN 978-0-275-97888-4.
- ↑ „Ottoman Empire | Facts, History, & Map“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 7. apríl 2021.
- ↑ Quataert, Donald (2005). The Ottoman Empire, 1700–1922 (2. útgáfa). Cambridge University Press. bls. 4. ISBN 978-0-521-83910-5.
- ↑ „Ottoman Empire“. Oxford Islamic Studies Online. 6. maí 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 maí 2012. Sótt 26. ágúst 2010.
- ↑ Hathaway, Jane (2008). The Arab Lands under Ottoman Rule, 1516–1800. Pearson Education Ltd. bls. 8. ISBN 978-0-582-41899-8. „historians of the Ottoman Empire have rejected the narrative of decline in favor of one of crisis and adaptation“
- ↑ Tezcan, Baki (2010). The Second Ottoman Empire: Political and Social Transformation in the Early Modern Period. Cambridge University Press. bls. 9. ISBN 978-1-107-41144-9. „Ottomanist historians have produced several works in the last decades, revising the traditional understanding of this period from various angles, some of which were not even considered as topics of historical inquiry in the mid-twentieth century. Thanks to these works, the conventional narrative of Ottoman history – that in the late sixteenth century the Ottoman Empire entered a prolonged period of decline marked by steadily increasing military decay and institutional corruption – has been discarded.“
- ↑ Woodhead, Christine (2011). „Introduction“. Í Christine Woodhead (ritstjóri). The Ottoman World. bls. 5. ISBN 978-0-415-44492-7. „Ottomanist historians have largely jettisoned the notion of a post-1600 'decline'“
- ↑ Ágoston, Gábor (2009). „Introduction“. Í Ágoston, Gábor; Bruce Masters (ritstjórar). Encyclopedia of the Ottoman Empire. bls. xxxii.
- ↑ Faroqhi, Suraiya (1994). „Crisis and Change, 1590–1699“. Í İnalcık, Halil; Donald Quataert (ritstjórar). An Economic and Social History of the Ottoman Empire, 1300–1914. 2. árgangur. Cambridge University Press. bls. 553. ISBN 978-0-521-57456-3. „In the past fifty years, scholars have frequently tended to view this decreasing participation of the sultan in political life as evidence for "Ottoman decadence", which supposedly began at some time during the second half of the sixteenth century. But recently, more note has been taken of the fact that the Ottoman Empire was still a formidable military and political power throughout the seventeenth century, and that noticeable though limited economic recovery followed the crisis of the years around 1600; after the crisis of the 1683–1699 war, there followed a longer and more decisive economic upswing. Major evidence of decline was not visible before the second half of the eighteenth century.“
- ↑ Aksan, Virginia (2007). Ottoman Wars, 1700–1860: An Empire Besieged. Pearson Education Ltd. bls. 130–135. ISBN 978-0-582-30807-7.
- ↑ Findley, Carter Vaughn (2010). Turkey, Islam, Nationalism and Modernity: A History, 1789–2007. New Haven: Yale University Press. bls. 200. ISBN 978-0-300-15260-9.
- ↑ Quataert, Donald (2005). The Ottoman Empire, 1700–1922. Cambridge University Press (Kindle edition). bls. 186.
- ↑ Schaller, Dominik J; Zimmerer, Jürgen (2008). „Late Ottoman genocides: the dissolution of the Ottoman Empire and Young Turkish population and extermination policies – introduction“. Journal of Genocide Research. 10 (1): 7–14. doi:10.1080/14623520801950820. S2CID 71515470.
- ↑ Howard, Douglas A. (2016). A History of the Ottoman Empire. Cambridge University Press. bls. 318. ISBN 978-1-108-10747-1.
- ↑ „Hver er saga Tyrkjaveldis?“. Vísindavefurinn. Sótt 7. apríl 2021.
- ↑ The A to Z of the Ottoman Empire, by Selcuk Aksin Somel, 2010, p.179
- ↑ The Ottoman Empire, 1700–1922, Donald Quataert, 2005, p.4
- ↑ The Grove Encyclopedia of Islamic Art and Architecture: Delhi to Mosque, Jonathan M. Bloom, Sheila Blair, 2009. p.82
- ↑ Magnús Þorkell Bernharðsson (2018). Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð.