Tyrknesk líra

gjaldmiðill Tyrklands

Tyrknesk líra (tyrkneska: Türk lirası; tákn: ₺; kóði: TRY; venjulega skammstöfuð TL) er gjaldmiðill Tyrklands og Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur. Ein líra skiptist í 100 kuruş (pjastra).

200 líra seðill.

Líran var tekin upp í Tyrkjaveldi árið 1844 en áður var kuruş notaður sem gjaldmiðill. Heitið er dregið af latneska orðinu libra („pund“). Þessi líra var í notkun til 1927. Verðgildi lírunnar féll jafnt og þétt á 20. öld. Árið 2001 jafngilti 1 Bandaríkjadalur 1.650.000 tyrkneskum lírum. Árið 2005 voru sex núll skorin aftan af lírunni sem eftir það var kölluð „ný tyrknesk líra“.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.