Tyrknesk líra
gjaldmiðill Tyrklands
Tyrknesk líra (tyrkneska: Türk lirası; tákn: ₺; kóði: TRY; venjulega skammstöfuð TL) er gjaldmiðill Tyrklands og Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur. Ein líra skiptist í 100 kuruş (pjastra).
Líran var tekin upp í Tyrkjaveldi árið 1844 en áður var kuruş notaður sem gjaldmiðill. Heitið er dregið af latneska orðinu libra („pund“). Þessi líra var í notkun til 1927. Verðgildi lírunnar féll jafnt og þétt á 20. öld. Árið 2001 jafngilti 1 Bandaríkjadalur 1.650.000 tyrkneskum lírum. Árið 2005 voru sex núll skorin aftan af lírunni sem eftir það var kölluð „ný tyrknesk líra“.