Þingbundin konungsstjórn
(Endurbeint frá Þingbundið konungsvald)
Þingbundin konungsstjórn er það stjórnarfar kallað þar sem konungur er til staðar en völd hans takmarkast af völdum þjóðkjörins þings. Það er ólíkt einveldi þar sem engar slíkar takmarkanir eru til staðar, í það minnsta ekki lagalegar. Einnig er það ólíkt lýðveldi þar sem ekkert konungsdæmi er.
Á flestum öðrum tungumálum tíðkast að kalla þessa tegund stjórnarfars stjórnarskrárbundna konungsstjórn (d. konstitutionelt monarki, e. constitutional monarchy) sem þýðir að völd konungsins takmarkast af einhverskonar stjórnarskrá. Það þarf þó ekki endilega að þýða að stjórnarfarið sé lýðræðislegt eins og ætla má af íslenska hugtakinu þar sem þing þarf að vera til staðar.