Noregur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Noregur hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 59 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1960, og hefur aðeins verið fjarvera í tvö skipti síðan. Árið 1970 sniðgekk landið keppnina vegna ágreininga varðandi kosningakerfisins, og árið 2002 þegar það fékk ekki nógu góða niðurstöðu árið áður til að taka þátt í keppninni eftir. Norska undankeppnin er Melodi Grand Prix.

Noregur

Sjónvarpsstöð NRK
Söngvakeppni Melodi Grand Prix
Ágrip
Þátttaka 59 (56 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1960
Besta niðurstaða 1. sæti: 1985, 1995, 2009
Núll stig 1963, 1978, 1981, 1997
Tenglar
Síða NRK
Síða Noregs á Eurovision.tv

Fyrir 1985 var besti árangur Noregs þriðja sæti sem var náð af Åse Kleveland árið 1966. Noregur hefur í heildina unnið keppnina þrisvar, sem var náð af Bobbysocks (1985), Secret Garden (1995) og Alexander Rybak (2009). Noregur hafnaði einnig í öðru sæti í keppninni árið 1996 með Elisabeth Andreassen, sem var fyrrum meðlimur Bobbysocks. Landið hefur endað í seinasta sæti í ellefu skipti, fjögur af þeim fengu núll stig. Árið 2019 varð Noregur þriðja landið til að vinna símakosninguna en ekki keppnina í heild sinni (hin verandi Ítalía árið 2015 og Rússland árið 2016). Noregur hefur endað í topp-5 ellefu sinnum.

Yfirlit þátttöku (niðurstöður) breyta

Merkingar
1 Sigurvegari
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Þátttaka væntanleg
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1960 Nora Brockstedt Voi Voi norska [a] 4 11 Engin undankeppni
1961 Nora Brockstedt Sommer i Palma norska 7 10
1962 Inger Jacobsen Kom sol, kom regn norska 10 2
1963 Anita Thallaug Solhverv norska 13 0
1964 Arne Bendiksen Spiral norska 8 6
1965 Kirsti Sparboe Karusell norska 13 1
1966 Åse Kleveland Intet er nytt under solen norska 3 15
1967 Kirsti Sparboe Dukkemann norska 14 2
1968 Odd Børre Stress norska 13 2
1969 Kirsti Sparboe Oj, oj, oj, så glad jeg skal bli norska 16 1
1971 Hanne Krogh Lykken er norska 17 65
1972 Grethe Kausland & Benny Borg Småting norska 14 73
1973 Bendik Singers It's Just a Game enska, franska [b] 7 89
1974 Anne-Karine Strøm & Bendik Singers The First Day of Love enska 14 3
1975 Ellen Nikolaysen Touch My Life (With Summer) enska 18 11
1976 Anne-Karine Strøm Mata Hari enska 18 7
1977 Anita Skorgan Casanova norska 14 18
1978 Jahn Teigen Mil etter mil norska 20 0
1979 Anita Skorgan Oliver norska 11 57
1980 Sverre Kjelsberg & Mattis Hætta Sámiid ædnan norska [c] 16 15
1981 Finn Kalvik Aldri i livet norska 20 0
1982 Jahn Teigen & Anita Skorgan Adieu norska 12 40
1983 Jahn Teigen Do Re Mi norska 9 53
1984 Dollie de Luxe Lenge leve livet norska 17 29
1985 Bobbysocks La det swinge norska [d] 1 123
1986 Ketil Stokkan Romeo norska 12 44
1987 Kate Gulbrandsen Mitt liv norska 9 65
1988 Karoline Krüger For vår jord norska 5 88
1989 Britt Synnøve Venners nærhet norska 17 30
1990 Ketil Stokkan Brandenburger Tor norska 21 8
1991 Just 4 Fun Mrs. Thompson norska 17 14
1992 Merethe Trøan Visjoner norska 18 23
1993 Silje Vige Alle mine tankar norska 5 120 Kvalifikacija za Millstreet
1994 Elisabeth Andreassen & Jan Werner Danielsen Duett norska 6 76 Engin undankeppni
1995 Secret Garden Nocturne norska 1 148
1996 Elisabeth Andreassen I evighet norska 2 114 Sigurvegari 1995 [e]
1997 Tor Endresen San Francisco norska 24 0 Engin undankeppni
1998 Lars A. Fredriksen Alltid sommer norska 8 79
1999 Stig Van Eijk Living My Life Without You enska 14 35
2000 Charmed My Heart Goes Boom enska 11 57
2001 Haldor Lægreid On My Own enska 22 3
2003 Jostein Hasselgård I'm Not Afraid To Move On enska 4 123
2004 Knut Anders Sørum High enska 24 3 Topp 11 árið fyrr [f]
2005 Wig Wam In My Dreams enska 9 125 6 164
2006 Christine Guldbrandsen Alvedansen norska 14 36 Topp 11 árið fyrr [f]
2007 Guri Schanke Ven a bailar conmigo enska [g] Komst ekki áfram 18 48
2008 Maria Haukaas Storeng Hold On Be Strong enska 5 182 4 106
2009 Alexander Rybak Fairytale enska 1 387 1 201
2010 Didrik Solli-Tangen My Heart Is Yours enska 20 35 Sigurvegari 2009 [e]
2011 Stella Mwangi Haba Haba enska, svahílí Komst ekki áfram 17 30
2012 Tooji Stay enska 26 7 10 45
2013 Margaret Berger I Feed You My Love enska 4 191 3 120
2014 Carl Espen Silent Storm enska 8 88 6 77
2015 Mørland & Debrah Scarlett A Monster Like Me enska 8 102 4 123
2016 Agnete Icebreaker enska Komst ekki áfram 13 63
2017 JOWST Grab the Moment enska 10 158 5 189
2018 Alexander Rybak That's How You Write a Song enska 15 144 1 266
2019 KEiiNO Spirit in the Sky enska [h] 6 331 7 210
2020 Ulrikke Attention enska Keppni aflýst [i]
2021 Tix Fallen Angel enska 18 75 10 115
2022 Subwoolfer [1] Give That Wolf a Banana enska Væntanlegt
  1. Þótt lagið var að mestu flutt á norsku, er titillinn og línan „Voi Voi“ á norðursamísku.
  2. Inniheldur einnig texta á spænsku, ítölsku, hollensku, þýsku, írsku, hebresku, serbókróatísku, finnsku, sænsku og norsku.
  3. Þótt lagið var að mestu flutt á norsku (ásamt joiki), er titillinn og línan „Sámiid ædnan“ á norðursamísku.
  4. Inniheldur orð á ensku.
  5. 5,0 5,1 Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
  6. 6,0 6,1 Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
  7. Þótt lagið var að mestu flutt á ensku, er titillinn og línan „Ven a bailar conmigo“ á spænsku.
  8. Þótt lagið var að mestu flutt á ensku (ásamt joiki), er línan „Čajet dan čuovgga“ á norðursamísku.
  9. Keppnin árið 2020 var aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Heimildir breyta

  1. „Norway: 'Melodi Grand Prix' decides – it's Subwoolfer to Eurovision 🇳🇴“. Eurovision.tv. EBU. 19. febrúar 2022. Sótt 28. febrúar 2022.
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.