Norðursamíska (norðursamíska: davvisámegiella, sámegiella, davvi) er finnsk-úgrískt tungumál sem er talað í Samalandi sem liggur í norður Noregi, Svíþjóð, og Finnlandi. [1] Flestir samenar eiga norðursamísku að móðurmáli og er oft notað í samískt alþingi (Sámediggi).

Norðursamíska
davvisámegiella
Málsvæði Finnland, Noregur, Svíþjóð, (Finnmörk)
Heimshluti Norður-Evrópa
Fjöldi málhafa 20.000
Sæti ekki með efstu 100
Ætt úrölsk mál

 finnsk-úgrísk mál
  finnsk-permísk mál
   finnsk-volgaísk mál
    finnsk-lappnesk mál
     samíska
      vestursamísk mál        norðursamíska

Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Finnland (Minnihlutahópsmál)
Stýrt af -
Tungumálakóðar
ISO 639-1 se
ISO 639-2 sme
SIL SME
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Stafróf

breyta
A a Á á B b C c Č č D d Đ đ E e
F f G g H h I i J j K k L l M m
N n Ŋ ŋ O o P p R r S s Š š T t
Ŧ ŧ U u V v Z z Ž ž

Málnotkun

breyta

Orðasambönd

breyta
Davvisámegiella Íslenska
Bures Halló
Buorre iđit Góðan daginn (í morgunni)
Buorre beaivi Góðan daginn
Buorre eahket Góða kvöldið
Buorre idja Góða nótt
Mana dearvan Bless (ef talandi er að vera kyrr)
Báze dearvan Bless (ef talandi er að fara)
Mii du namma lea? Hvað heitirðu?
Mu namma lea Iŋgá Ég heiti Inga
Mot manná? Hvað segirðu gott?
Bures dat manná, giitu, na ieš? Ég segi bara fínt, takk, en þú?
Olu giitu Þakka þér kærlega fyrir
Hálat go don ... Talarðu ...
  sámegiela? (akkusatiiva)   samísku? (þolfalli)
  islánddagiela?   íslensku?
  eaŋgalasgiela?   ensku?
  dárogiela?   norsku?
  ruoŧagiela?   sænsku?
  suomagiela?   finnsku?
  ruoššagiela?   rússnesku?
  dánskkagiela?   dönsku?
  fearagiela?   færeysku?
  duiskkagiela?   þýsku?
  ránskkagiela?   frönsku?
  spánskagiela?   spænsku?
  itáliagiela?   ítölsku?
Juo
Juo, mun hálan sámegiela Já, ég tala samísku
Ándagassii, mun in hála sámegiela Því míður en ég tala ekki samísku
Gii don leat? Hver ert þú?
Mun lean ... Ég er ...
Gos don orut? Hvar býrðu?
Mun orun Reykjavíkis Ég bý í Reykjavík
Mii dat lea? Hvað er það?
Mun in dieđe Ég veit það ekki
Mun in ádde Ég skil ekki?
Maid don? Hvað ertu að gera?
Borgguhatgo don? Reykirðu?
Gos lea ... Hvar er ...
Ipmil Guð

Málfræði

breyta

Það eru 7 föll í norðursamísku, þó eru þolfall og eignarfall sama fall núna. Nefnifall, þolfall, og eignarfall virka sama eins og á íslensku. En þegar maður notar töluorð, þá nafnorðið tekur þolfall í eintali. (T.d. 2 beatnaga = "2 hund" = 2 hundar). Staðarfall getur þýtt "frá e-h" eða "í e-h" og er notað líka til að segja "að eiga, að hafa" í norðursamísku. (T.d. mus lea = "í mér er" = ég hef). Íferðarfall er notað þegar mann langar að segja "til e-hs". (T.d. mun ferten Supmii = ég ferðast til Finnlands). Til að segja "með e-h" í norðursamísku, samvistarfall er notað. (T.d. mun bargan bohccuiguin = ég er að vinna með hreindýrum). Og síðasta fallið í norðursamísku er verufall sem er sjaldan notað en þýðir að eitthvað eða einhver er í tímabúndu ástandi.

  Dæmi Þýðing
Nefnifall (nominatiiva) beana hundur
Þolfall (akkusatiiva) beatnaga hund, hunds
Eignarfall (genetiiva) beatnaga hund, hunds
Staðarfall (lokatiiva) beatnagis frá hundi, í hundi, hjá hundi
Íferðarfall (illatiiva) beatnagii til hunds
Samvistarfall (komitatiiva) beatnagiin með hundi
Verufall (essiiva) beanan tímabundinn hundur, eins og hundur

Fornöfn

breyta

Eitthvað sem er einstætt í norðursamísku er tvötalið. Á íslensku höfum við bara eintal og fleirital, eins og í flestum evrópeskum tungumálum. En í norðursamísku er það önnur leið til að segja "við tvö, þau tvö, tveir hundar, o.s.frv.". Þessi listi er fornöfn í nefnifalli.

  Norðursamíska Íslenska
Fyrsta persóna (eintal) mun ég
Önnur persóna (eintal) don þú
Þriðja persóna (eintal) son hann, hún
Fyrsta persóna (tvötal) moai við tvö
Önnur persóna (tvötal) doai þið tvö
Þriðja persóna (tvötal) soai þau tvö
Fyrsta persóna (fleirital) mii við
Önnur persóna (fleirital) dii þið
Þriðja persóna (fleirital) sii þeir, þær, þau

Og þessi listi er fallbeygingar af fornöfnum í norðursamísku.

 
Nefnifall (nominatiiva) mun don son moai doai soai mii dii sii
Þolfall (akkusatiiva) mu du su munno dudno sudno min din sin
Eignarfall (genetiiva) mu du su munno dudno sudno min din sin
Staðarfall (lokatiiva) mus dus sus munnos dudnos sudnos mis dis sis
Íferðarfall (illatiiva) munnje dutnje sutnje munnuide dudnuide sudnuide midjiide didjiide sidjiide
Samvistarfall (komitatiiva) muinna duinna suinna munnuin dudnuin sudnuin minguin dinguin singuin
Verufall (essiiva) munin dunin sunin munnon dudnon sudnon minin dinin sinin

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
  1. Guttorm, Iŋgá. Davvin 1-4. Stockholm: Brevskolan och Utbildningsradion, 1984.

Tenglar

breyta