Norderney
Norderney er næststærst af austurfrísnesku eyjunum í Norðursjó. Eyjan er sú fjölmennasta í eyjaklasanum, en þar búa tæplega 6 þúsund manns.
Norderney | |
---|---|
Staðhættir
breytaNorderney stærst Austurfrísnesku eyjanna og er 26² að stærð. Hún er þriðja stóra eyjan frá vestri í eyjaklasanum, á milli eyjanna Juist og Baltrum. Allar tilheyra þær Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Norderney er 14 km löng og liggur í austur-vestur stefnu. Hins vegar er hún ekki nema 2,5 km breið þar sem hún er breiðust. Gjörvöll norðurhliðin er úr sandi, sem er vinsæll baðstaður. Suðurhliðin samanstendur af leirum og söltum jarðvegi. Einn samnefndur bær er á eyjunni og liggur hann lengst í vestri. Þar er hafnaraðstaða fyrir ferjur. Á Norderney búa rétt tæplega 6 þúsund manns. Þar með er hún fjölmennust af Austurfrísnesku eyjunum.
Söguágrip
breytaNorderney myndaðist myndaðist af hafróti árið 1362. Þá braut stormflóð gömlu eyjuna Buise í tvennt. Hlutarnir voru kallaðir Vesturendinn og Austurendinn. Austurendinn fékk fyrst heitið Osterende en 1550 kallaði Anna greifaynja í Austur-Fríslandi hann Norder neys Oog, sem merkir nýja auga Norden (Norden er borgin á meginlandinu sem átti eyjuna). Vesturendinn sökk svo í sæ 1651. Nafnið hélst og breyttist svo í Norderney. 1797 stofnuðu eyjaskeggjar fyrsta opinbera þýska baðstaðinn við Norðursjó. Árið 1800 voru baðgestir 250 talsins. Í dag skipta þeir hundruðum þúsunda. Meðan Napoleonstríðin geysuðu, lögðust sjóböðin af. 1813-15 réðu Prússar yfir eyjunni en á Vínarfundinum var ákveðið að Norderney skyldi tilheyra konungsríkinu Hannover. Eftir það voru baðstrendurnar opnaðar á ný og urðu víðfrægar í Evrópu. Ekki síst sökum þess að Georg V konungur Hannover bjó þar hvert sumar ásamt eiginkonu sinni. 1872 var ný hafnaraðstaða reist við bæinn. Fyrir þann tíma þurfti að selflytja gesti með hestakerrum frá skipi til lands en þá var farið yfir blautar leirur. Í upphafi 20. aldar hlutu heilsuböðin á eyjunni heimsfrægð. Þá voru gestir á ári orðnir rúmlega 40 þúsund. 1906 sótti Vilhjálmur II prússakeisari eyjuna heim. Á 3. áratugnum var sundlaug reist þar sem framleiddi öldugang og var hún sú fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Eftir heimstyrjöldina síðari voru gerðar áætlanir um að Holland innlimaði Norderney. En Bretar höfðu aðrar hugmyndir. Þeir stofnuðu Neðra-Saxland sem sambandsland 1946 og voru allar Austurfrísnesku eyjarnar hluti af því. Böðin hófust á nýjan leik og urðu vinsæl sem áður. 1959 fór fjöldi baðgesta í fyrsta sinn í 100 þúsund. Á eyjunni er golfvöllur, sá eini á eyjunum, og flugvöllur. 2009 hófst verkefni um að útrýma öllum ljósaperum úr eyjunni. Öllum ljósaperum var skipt út fyrir sparperum og var Norderney fyrsti þýski bærinn þar sem slíkt verkefni var gangsett. Norderney og Borkum eru einu austurfrísnesku eyjarnar þar sem leyfilegt er að aka bíl.
Byggingar og kennileiti
breyta- Kap er heiti á siglingamerki og er einkennismerki Norderney. Hér er um hálfgerðan turn að ræða með sjómerki efst. Flestar Austurfrísnesku eyjarnar eru með slíkan turn og eru þeir allir öðruvísi til að hægt sé að þekkja eyjarnar í sundur af hafi. Kap var reist 1848 og var sett í skjaldarmerki eyjarinnar árið 1928.
- Minnisvarðinn um Vilhjálm keisara var reistur 1898 af 75 steinum frá 61 mismunandi borg í Þýskalandi. Hann er 13 metra hár. Upphaflega var ríkisörn á toppinum, en hann var fjarlægður þegar Prússland leystist upp 1918.
- Vindmyllan á Norderney var reist 1862 í hollenskum stíl. Hún malaði korn sem óx á eyjunni allt til 1962. Hún er eina vindmyllan á Austurfrísnesku eyjunum og er friðuð í dag.
- Vitinn á Nordeney var reistur 1871-74 og er 60 metra hár. Hann var þá og er enn hæsta mannvirki eyjarinnar. Hægt er að fara upp í vitann með því að ganga 253 þrep.
Myndasafn
breyta-
Kap er einkennismerki Norderney
-
Minnisvarðinn um Vilhjálm keisara
-
Gamla myllan er friðuð í dag
-
Vitinn
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Norderney“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2010.