Juist
Juist er eyja og sveitarfélag í Aurich-umdæmi, Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Eyjan er ein af þeim sjö Austurfrísnesku eyjum sem eru byggðar. Nærliggjandi eyjar eru Borkum í vestri, Memmert í suðvestri og Nordeney í austri. Eyjan er 17 km að lengd og 500 til 1000 metrar á breidd. Tvö þorp eru á eyjunni, Juist og Loog.
Vélknúin ökutæki eru að mestu bönnuð á eyjunni. Aðeins slökkvilið eyjarinnar, þýski rauði krossinn og læknar hafa leyfi til að nota bifreiðar. Traktorar eru háðir sérstökum leyfum.