Minerva McGonagall

Minerva McGonagall er sögupersóna í bókunum um Harry Potter. Hún er ummyndunarkennari og aðstoðarskólastjóri í skólanum Hogwarts og tók við skólastjórn við lát Dumbledores skólastjóra í lok sjöttu bókarinnar. Hún er einnig hamskiptingur og getur breytt sér í kött. McGonagall er ströng og alvarleg, en styður Dumbledore skólastjóra í einu og öllu. Hún er yfirmaður Gryffindor-heimavistarinnar og meðlimur í Fönixreglunni.