Þrígaldraleikarnir

Þrígaldraleikarnir er í bókunum um Harry Potter eftir J.K. Rowling keppni í galdralistum. Í keppninni keppa þrír skólar um sigur. Þeir eru Beauxbatons, sem er franskur galdraskóli , Durmstrang líklega í þýskalandi eða Búlgaríu, því það er ráðgáta hvar skólin er. Og að lokum Hogwart - skóli galdra og seiða.

Keppnin fer þannig fram að fyrst skrá keppendur sig og verður hver og einn sem skráir sig að hafa náð 17 ára aldri. Aldurstakmörk voru ekki fyrst um sinn en vegna óheppilegra dauðsfalla var sá hátturinn tekinn upp. Eftir að hafa skráð sig - þ.e. sett bréfmiða með nafni sínu á ofan í eldbikarinn - velur sjálfur eldbikarinn þrjá einstaklinga, einn úr hverjum skóla til keppninnar. Þá þarf að leysa þjár þrautir, þó ekki allar í einu, og dómararnir gefa stig frá núll upp í 10 fyrir hverja þraut fyrir sig. Dómarar Þrígaldraleikanna eru skólastjórar skólanna og nokkrir aðrir. Sá vinnur keppnina sem fær flest stig og stendur uppi sem sigurvegari ef viðkomandi er á lífi. Dauðsföllin hafa farið fækkandi í aldanna rás enda hafa dómararnir reynt að koma í veg fyrir þau. Skóli sigurvegara heldur svo keppnina að ári.