Hogwarts

(Endurbeint frá Hogwart)

Hogwarts er skólinn þar sem sögurnar um Harry Potter eftir Joanne Kathleen Rowling gerast.

Myndin sett af The Great Hall, Hogwarts

Skólabyggingin er í risastórum kastala og er skólinn heimavistarskóli.

Einkunnarorð skólans eru á latínu: Draco dormiens nunquam titillandus, eða á íslensku: Aldrei kitla sofandi dreka.

Skólastjóri Hogwarts fyrstu sex bækurnar um Harry Potter er Albus Dumbledore og aðstoðarskólastjóri er Minerva McGonagall.

Saga skólans

breyta

Fyrir rúmlega þúsund árum var Hogwartskólinn stofnaður af tveimur galdramönnum og tveimur nornum: Godric Gryffindor, Salazar Slytherin, Rowenu Ravenclaw og Helgu Hufflepuff. Stuttu síðar klauf Slytherin sig frá hinum, þar sem hann vildi að aðeins að nemendur með hreint galdrablóð mættu sitja skólann. Hinir stofnendurnir voru ósammála, þannig að Slytherin yfirgaf skólann. Áður en hann fór byggði hann leyniklefa sem var hinum stofnendunum ókunnur. Klefinn var undir þeim álögum að hann myndi opnast þegar "sannur erfingi Slytherins" myndi ganga í skólann og opna hann. Þá yrði hræðilegu skrímsli sem þar bjó, sleppt lausu, og átti það að hreinsa skólann af "óhreinum nemendum" (þeim sem ættu mugga fyrir foreldra).

Leyniklefinn hefur verið opnaður tvisvar.

Heimavistir

breyta

Gryffindor

breyta

Gryffindor er hin dæmigerða ímynd hins góða. Einkennislitirnir eru gylltur og vínrauður og verndardýrið er ljón. Heimavistin er nefnd eftir Godric Gryffindor, einum af fjórum stofnendum Hogwart. Minerva McGonagall er yfir heimavistinni og draugurinn sem fylgir vistinni er Næstum Hauslausi Nick (Sir Nicholas de Mimsy-Porpington). Gengið er inn í heimavistina í gegnum málverkið af Feitu Konunni. Harry, Hermione og Ron eru nemendur í þessari heimavist og bæði Albus Dumbledore og Minerva McGonagall voru í henni þegar þeir voru námsmenn. Nemar Gryffindor eru hugprúðir, áræðnir og djarfir. Í vísu Flokkunarhattsins úr fyrstu bókinni segir um Gryffindor:

„Í Gryffindor þú gætir flust,
með görpum dvalist þar.
Þeir hraustir eru og hugrakkir
og hræðast ekki par.“

Slytherin

breyta

Galdramaðurinn Salazar Slytherin sem er einn af fjórum stofnendum skólans stofnaði þessa heimavist. Slanga á grænum og gylltum fleti er tákn vistarinnar sem er stjórnað af Severus Snape. Blóðugi baróninn er draugurinn sem fylgir heimavistinni og inngangurinn er hreinn og sléttur steinveggur sem þar af leiðandi er mjög erfitt að finna. Það sem einkennir nemendur í Slytherin er mikill metnaður, svo mikill að þráin eftir völdum hefur leitt marga þeirra til að ganga til liðs við Voldemort. Slytherin er kallaður slóttugur.

Hufflepuff

breyta

Helga Hufflepuff nefndi heimavistina eftir sér. Einkennismerkið prýðir greifingi en merkið það er gult og svart. Feiti Munkurinn er draugur heimavistarinnar og garðyrkjunornin Prof. Sprout er yfir henni. Nemendur í Hufflepuff eru duglegir, réttlátir og traustir.

Ravenclaw

breyta

Blár og silfur einkenna heimavistina sem er nefnd eftir galdrakonunni Rowena Rawenclaw sem var ein af fjórum stofnendum skólans. Það er hinn smái Professor Flitwick sem er yfir heimavistnni Ravenclaw og Gráa Frúin er draugurinn sem vaktar hana. Til þess að komast inn í heimavistina þarftu að komast fram hjá málverkinu af Riddaranum. Einkennismerki vistarinnar er örn. Í Ravenclaw eru þeir kláru og skörpu, þeir sem eru fljótir að læra.

Starfsmenn

breyta
  • Albus Dumbledore
  • Minerva McGonagall
  • Severus Snape
  • Rubeus Hagrid
  • Argus Filch
  • Prófessor Quirrel
  • Gilderoy Lockhart
  • Remus Lupin
  • Alastor Moody (Bartemius Crouch Jr.)
  • Dolores Umbridge
  • Filius Flitwick
  • Prófessor Sinistra
  • Madam Hooch
  • Prófessor Binns
  • Prófessor Sprout
  • Prófessor Vektor
  • Sybill Trelawney
  • Firenze
  • Prófessor Kettleburn