1574
ár
(Endurbeint frá MDLXXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1574 (MDLXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Fermingar teknar upp fyrir tilstilli Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups.
- Konungsbréf gefið út um að Alþingi skyldi flutt frá Þingvöllum í Kópavog. Af því varð þó ekki.
Fædd
- Jón lærði Guðmundsson, fræðimaður (d. 1658).
- Björn Jónsson á Skarðsá, annálaritari (d. 1655).
- Kristín Guðbrandsdóttir, húsfreyja í Ögri (d. 1652).
Dáin
Erlendis
breyta- 23. febrúar - Fimmta trúarbragðastríðið gegn húgenottum hófst í Frakklandi.
- 30. maí - Hinrik af Anjou, nýlega kjörinn konungur Póllands, varð Hinrik 3. Frakkakonungur þegar Karl 9. bróðir hans lést. Móðir þeirra, Katrín af Medici, stýrði ríkinu þar til Hinrik sneri aftur frá Póllandi.
- Borgin Ufa var reist að skipan Ívans grimma sem virki til að verja verslunarleið yfir Úralfjöllin frá Kazan.
- Bygging Krónborgarhallar við Eyrarsund hófst.
Fædd
- 6. maí - Innósentíus 10. páfi (d. 1655 ).
- 14. október - Anna af Danmörku, drottning Skotlands og síðar Englands, kona Jakobs 6. (Jakobs 1.) (d. 1519).
Dáin
- 21. apríl - Kosímó I stórhertogi af Toskana (f. 1519).
- 30. maí - Karl 9. Frakkakonungur (f. 1550).
- 27. júní - Giorgio Vasari ítalskur listmálari, arkitekt og ævisagnaritari (f. 1511).