1511
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1511 (MDXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Englendingar tóku Hamborgarskip við Ísland og fóru með það og áhöfn þess til Hull.
- Grímur Pálsson sýslumaður þurfti að fara frá Möðruvöllum eftir konungsúrskurð, svonefnda Möðruvallaréttarbót. Hann fékk jörðina þó aftur seinna.
Fædd
- (líklega) - Þórunn Jónsdóttir, húsfreyja á Grund (d. 1593).
Dáin
- Halldór Ormsson, ábóti í Helgafellsklaustri (eða 1512).
Erlendis
breyta- 24. ágúst - Afonso de Albuquerque hertók borgina Malakka. Malakkaskaginn komst þá á valdPortúgala.
- Diego Velázquez de Cuéllar og Hernán Cortés lögðu Kúbu undir Spán.
- Fyrstu svörtu þrælarnir voru fluttir til Kólumbíu.
- Erasmus frá Rotterdam gaf út Lof heimskunnar.
Fædd
- 3. júlí - Giorgio Vasari, ítalskur listmálari, arkitekt og rithöfundur (d. 1574).
- 9. júlí - Dórótea af Saxlandi-Láinborg, Danadrottning, kona Kristjáns 3. (d. 1571).
- 29. september - Miguel Serveto, spænskur læknir og guðfræðingur (d. 1553).
Dáin
- 31. desember - Svante Nilsson, ríkisstjóri Svíþjóðar frá 1504 (ýmist talinn hafa dáið þennan dag eða 2. janúar 1512).