1680
ár
(Endurbeint frá MDCLXXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1680 (MDCLXXX í rómverskum tölum) var 80. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 22. febrúar - Eiturmálið: Catherine Deshayes var brennd á báli á Place de Grève í París fyrir að útvega frönskum hefðarkonum eitur.
- 21. ágúst - Púeblóuppreisnin: Púeblóindíánar hertóku Santa Fe.
- Nóvember - Halastjarna Newtons sást greinilega og var getið í annálum á Íslandi.
- 10. desember - Karl 11. Svíakonungur gerðist einvaldur.
Ódagsettir atburðir
breyta- Íslenskur viðskiptavinur kyrkti danska kaupmanninn á Ísafirði.
- Þýski gullgerðarmaðurinn Johann Joachim Becher, ræddi möguleikann á því að brugga áfengi úr kartöflum í ritinu Närrische Weisheit und weise Narrheit.
Fædd
breyta- 22. nóvember - Edward Teach „Svartskeggur“, sjóræningi (d. 1718).
Dáin
breyta- 22. febrúar - Catherine Deshayes „La Voisin“, frönsk ljósmóðir (f. um 1640).
- 23. mars - Nicolas Fouquet, franskur stjórnmálamaður (f. 1615).
- 18. júní - Samuel Butler, enskt skáld (f. 1612).
- 11. september - Mizunoo annar, Japanskeisari (f. 1596).
- 27. nóvember - Athanasius Kircher, þýskur vísindamaður (f. 1601).
- 28. nóvember - Gian Lorenzo Bernini, ítalskur myndlistarmaður (f. 1598).
- 4. desember - Thomas Bartholin, danskur læknir (f. 1616).
- Sæmundur Þorláksson hálshogginn á Alþingi en Hergerði Brandsdóttur drekkt, að líkindum í Fljótshlíð, vegna sama dulsmáls og blóðskammar. Bæði frá Rangárvallasýslu og bæði voru þau 25 ára.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.