1678
ár
(Endurbeint frá MDCLXXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1678 (MDCLXXVIII í rómverskum tölum) var 78. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 8. janúar - Svíar náðu eynni Rügen aftur af Brandenborgurum í orrustunni við Warksow.
- 18. febrúar - Bókin För pílagrímsins eða Krossgangan eftir John Bunyan kom út.
- 22. apríl - Karl 11. Svíakonungur gaf út þá skipun að allir karlmenn milli 15 og 60 ára í Ørkened á Skáni skyldu teknir af lífi vegna gruns um að þeir væru snapphanar, uppreisnarmenn gegn yfirráðum Svía á Skáni.
- 11. maí - Franski flotaforinginn Jean 2. d'Estrées sigldi öllum flota sínum, sautján skipum, í strand á kóralrifi við Curaçao.
- 10. ágúst - Stríði Frakklands og Hollands lauk með Nijmegen-samningunum.
- 6. september - Titus Oates hóf að segja opinberlega frá meintu Páfasamsæri til að myrða Karl 2..
- 16. september - Brandenborgarar lögðu Rügen undir sig.
- 12. október - Dómarinn Edmund Berry Godfrey fannst myrtur á Primrose Hill í London. Litið var á það sem staðfestingu á Páfasamsærinu.
- 15. október - Stralsund gafst upp fyrir Brandenborgurum.
- 15. nóvember - Síðasta borgin í Sænsku Pommern, Greifswald, gafst upp fyrir Brandenborgurum.
Fædd
breyta- 4. mars - Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld (d. 1741).
- 7. mars - Filippo Juvarra, ítalskur arkitekt (d. 1736).
- 26. júlí - Jósef 1. keisari (d. 1711).
- 13. desember - Yongzheng, keisari í Kína (d. 1735).
Ódagsett
breyta- Thomas Aikenhead, skoskur námsmaður (d. 1697).
- Ulrik Christian Gyldenløve, danskur flotaforingi (d. 1719).
Dáin
breyta- 14. maí - Anna Maria van Schurman, hollenskt skáld (f. 1607).
- 16. ágúst - Andrew Marvell, enskt skáld (f. 1621).
- 18. október - Jacob Jordaens, flæmskur listmálari (f. 1593).
- Guðrún Bjarnadóttir, 18 ára, og Bjarni Halldórsson, faðir hennar, bæði frá Grund, Eyrarsveit, tekin af lífi fyrir blóðskömm og dulsmál.
- 3. júlí - Eyvindur Jónsson, 48 ára, og Margrét Símonardóttir, 38 ára, bæði frá Ölfusi í Árnessýslu, tekin af lífi á Alþingi fyrir hórdóma og útilegu, henni drekkt en hann hálshogginn.
- Þuríður Ólafsdóttir, 63 ára, og sonur hennar, Jón Helgason, 23 ára, bæði tekin af lífi með brennu í Barðastrandasýslu, fyrir galdra.
- Stefán Grímsson, 23 ára, brenndur á báli í Húnavatnssýslu fyrir galdra.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Upplýsingar um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.