Ulrik Christian Gyldenløve

Ulrik Christian Gyldenløve (eða Úlrik Kristján Gyldenlöve) (1678 – desember 1719) var aðmíráll í danska sjóhernum og launsonur Kristjáns 5. danakonungs. Móðir hans var Sophie Amalie Moth, greifynja af Samsø. Gyldenløve var eftirnafn sem laungetnum börnum dönsku konunganna Kristjáns 4., Friðriks 3. og Kristjáns 5. var gefið.

Ulrik Christian Gyldenløve

Ulrik Christian Gyldenløve er einna þekktastur á Íslandi fyrir það að hafa verið skipaður fyrsti stiftamtmaður hérlendis, aðeins 5 ára gamall, og hafði hann í sjálfu sér alls engin afskipti af Íslandsmálum framan af. Fimmtán ára að aldri var hann sendur til Hollands í sjóliðsforingjanám og fékk aðmírálstign þegar heim kom. Árið 1701 varð hann yfirmaður alls danska flotans og fékk leyfi hjá Friðrik 4. hálfbróður sínum, sem þá var orðinn konungur, til að láta koma á fót sjóliðsforingjaskóla í Kaupmannahöfn.

Þegar Danir sögðu Svíum stríð á hendur 1709 og sænski flotinn settist um Kaupmannahöfn þótti Gyldenløve standa sig mjög vel við varnir borgarinnar, tók sjálfur þátt í sjóorrustunum og særðist illa. Hann féll svo í sjóorrustu á Køge-flóa rétt áður en stríðinu lauk, þegar sænsk leyniskytta skaut hann í hnakkann.

Gyldenløve var stiftamtmaður til dauðadags en átti lítinn þátt í landsstjórninni. Með árunum lagði hann þó jafnan gott til Íslandsmála en varð að sjá allt með annara augum, því að hann kom aldrei til Íslands.

Tengt efni

breyta