1723
ár
(Endurbeint frá MDCCXXIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1723 (MDCCXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 9. maí - Bátur fórst á Skagafirði og með honum fimm menn, þar á meðal tveir synir Steins Jónssonar Hólabiskups, Guðmundur Bergmann Steinsson, skólameistari Hólaskóla og Sigfús Bergmann Steinsson.
- Steinn Jónsson biskup fékk leyfi Danakonungs til að láta prenta nýja Biblíu.
- Erlendur Magnússon varð skólameistari í Hólaskóla.
- Bjarni Halldórsson varð skólameistari í Skálholtsskóla.
- Árni Jónsson, prestur í Saurbæjarþingum, missti prestsskap fyrir drykkjuskap og illyrði á jólanótt.
- Appollónía Schwartzkopf, unnusta Niels Fuhrmann amtmanns á Bessastöðum, kvartaði undan því við ýmsa að verið væri að eitra fyrir sig.
Fædd
- 1. ágúst - Hallgrímur Eldjárnsson, prestur, prófastur, og skáld. (d. 1779)
- Hallvarður Hallsson, bóndi, skáld og skipasmiður
Dáin
- 9. maí - Guðmundur Bergmann Steinsson, skólameistari á Hólum (f. 1698).
- 5. júlí - Grímur Magnússon, sýslumaður í Árnessýslu, steypti sér í brunn í Langholti í Flóa (f. 1791).
- Sigurður Björnsson, lögmaður sunnan og austan (f. 1643).
- Egill Sigfússon, skólameistari og síðar prestur í Glaumbæ (f. 1650).
Erlendis
breyta- 25. janúar - Enski sjóræninginn Edward Low réðst á portúgalska skipið Nostra Signiora de Victoria. Skipstjórinn henti 11.000 gullpeningum í sjóinn fremur en að afhenda þá. Low fyrirskipaði pyntingu og aftöku skipstjórans og aftöku áhafnarinnar.
- 9. mars - Mapuche-frumbyggjar í Síle gerðu uppreisn.
- 27. maí - The Black Act 1723, lög gegn veiðiþjófnaði tóku gildi í Bretlandi. Dauðarefsingu mátti beita gegn brotum.
- 10. ágúst - Filippus 2. hertogi af Orléans var skipaður forsætisráðherra Frakklands af kónginum, Loðvík 15.. Hann dó eftir 4 mánuði í embætti.
- 11. ágúst - Ostend-félagið var sett á stofnskrá í Hollandi fyrir verslun í Austur og Vestur-Indíum.
Fædd
- 31. mars - Friðrik 5. Danakonungur (d. 1766)
- 16. júní - Adam Smith, skoskur heimspekingur (d. 1790).
- Pedro Rodríguez de Campomanes, spænskur stjórnmálamaður. (d. 1803)
Dáin
- 25. febrúar - Sir Christopher Wren, enskur arkitekt og vísindamaður (f. 1632).
- 26. ágúst - Antoni van Leeuwenhoek, hollenskur lífvísindamaður (f. 1632).
- 2. desember - Filippus 2. hertogi af Orléans, ríkisstjóri Frakklands (f. 1674)