Erlendur Magnússon

Erlendur Magnússon (169524. desember 1724) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan einn vetur í Hólaskóla en vígðist þá prestur í Odda á Rangárvöllum.

Erlendur var sonur Magnúsar Jónssonar og Jóreiðar Jónsdóttur á Vatnabúðum í Eyrarsveit. Hann var kominn af bændafólki en var góðum gáfum gæddur og komst til mennta, varð stúdent og stundaði síðan nám við Kaupmannahafnarháskóla einn vetur. Hann kom svo heim og varð skólameistari í Skálholti, þar sem hann var í fimm vetur og þótti góður kennari. Hann var svo skólameistari í Hólaskóla einn vetur, 1723-1724, eftir að Guðmundur Bergmann Steinsson, sonur Steins biskups, drukknaði.

Um haustið 1724 fékk hann Odda á Rangárvöllum en var þar ekki prestur nema í fáeinar vikur því hann dó á aðfangadag sama ár. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Heimildir

breyta
  • „„Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal". Norðanfari, 31. janúar 1883“.