1801
ár
(Endurbeint frá MDCCCI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1801 (MDCCCI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Landsyfirréttur stofnaður í stað Alþingis, sem lagt hafði verið niður árið áður. Dómstig verða þá þrjú í stað fjögurra áður.
- Skálholtsbiskupsdæmi og Hólabiskupsdæmi voru sameinuð í eitt og biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur.
- Manntal tekið á Íslandi, sem og í öðrum hlutum Danaveldis. Landsmenn reyndust vera tæplega 48 þúsund.
- Magnús Stephensen gaf út sálmabók sem hét Evangelísk - kristileg Messusöngs- og Sálma Bók en er oftast nefnd Leirgerður.
- Bæjarhreppur var stofnaður í Austur-Skaftafellssýslu.
Fædd
- 2. ágúst: Baldvin Einarsson, stjórnmálamaður og þjóðfrelsisfrömuður (d. 1833)
Dáin
Erlendis
breyta- 1. janúar - Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands tók við af konungsríkinu Stóra-Bretlandi.
- 4. febrúar - William Pitt yngri forsætisráðherra Bretlands léta af embætti.
- 4. mars - Thomas Jefferson varð 3. forseti Bandaríkjanna.
- 10. mars - Fyrsta manntal var í Bretlandi. Mannfjöldi Englands og Wales var talinn 8,9 milljónir. Um 860.000 bjuggu í London.
- 23. mars - Páll 1. Rússakeisari var myrtur. Sonur hans Alexander 1. tók við.
- 2. apríl - Frönsku byltingarstríðin: Breski herinn neyddi dansk-norska flotann til að samþykkja vopnahlé í Kaupmannahöfn.
- 20. maí – 9. júní - Appelsínustríðið: Spánn réðst inn í Portúgal.
- 7. júlí - Uppreisnarhöfðinginn Toussaint Louverture lýsti sig keisara yfir eyjunni Hispaníóla og lýsti yfir afnámi þrælahalds.
- 30. desember - Kauphöllin í London hóf starfsemi.
- Barbarístríðin: Fyrsta Barbarístríðið átti sér stað.
- Johann Wilhelm Ritter uppgötvaði útfjólublátt ljós.
- Manntal tekið í Danaveldi og Frakklandi.
Fædd
Dáin
- 21. mars - Andrea Luchesi, ítalskt tónskáld (f. 1741).