1492
ár
(Endurbeint frá MCDXCII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1492 (MCDXCII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 26. september - Á þriggja hreppa þingi í Spjaldhaga í Eyjafirði dæmdi Ambrosius Illiquad hirðstjóri Bjarna Ólason í Hvassafelli til að sæta upptöku eigna sinna, sem skyldu skiptast til helminga milli konungs og Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups. Hirðstjóranum hafði mistekist að koma þessu fram árið áður.
- Hallsteinn Þorsteinsson og Sesselja Þorsteinsdóttir gáfu jörðina Skriðu í Fljótsdal til klausturhalds.
Fædd
Dáin
- Sigurður Jónsson, príor í Möðruvallaklaustri (f. um 1407).
Erlendis
breyta- 2. janúar - Boabdil, síðasti márakonungurinn í Granada, gafst upp fyrir her Ferdínands og Ísabellu eftir langt umsátur. Þar með lauk 800 ára veldi Mára á Íberíuskaga.
- 31. mars - Ferdínand og Ísabella fyrirskipuðu brottrekstur allra gyðinga frá Spáni nema þeir snerust til kaþólskrar trúar.
- 31. júlí - Gyðingar reknir frá Spáni. Á milli 40.000 og 200.000 gyðingar yfirgáfu landið. Þegar Bajesíð 2., soldánn Ottómanaveldisins, frétti af brottrekstrinum sendi hann flota sinn til að flytja þá burt og fóru margir til Þessalóníku og Smyrnu í Ottómanaveldinu.
- 3. ágúst - Kristófer Kólumbus hélt af stað í siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
- 26. ágúst - Rodigo de Borja varð Alexander VI páfi.
- 12. október - Kristófer Kólumbus tók land á eyjunni San Salvador í Vestur-Indíum. Það markaði upphafið að landvinningum Evrópubúa í Nýja heiminum.
- 28. október - Kólumbus kom til Kúbu.
- 5. desember - Kristófer Kólumbus varð fyrstur Evrópumanna til þess að stíga á land á Hispaníólu.
- 31. desember - Um 100.000 gyðingar voru reknir frá Sikiley.
Fædd
- 11. apríl - Margrét, drottning Navarra, kona Hinriks 2. (d. 1549).
Dáin
- 9. apríl - Lorenzo de'Medici, fursti af Flórens (Lorenzo hinn stórfenglegi) (f. 1449).
- 7. júní - Kasimír 4. Jagiellon, konungur Póllands (f. 1427).
- 7. júní - Elísabet Woodville, Englandsdrottning, kona Játvarðar 4. (f. 1437).
- 25. júlí - Innósentíus VIII páfi (f. 1432).