Sigurður Jónsson (príor)

Sigurður Jónsson (f. um 1407, d. 1492) var kirkjuprestur á Hólum og príor í Möðruvallaklaustri frá því um 1439 og til dauðadags og var því í embætti í meira en hálfa öld. Hann var afi Jóns Arasonar biskups.

Klausturlifnaður á Möðruvöllum virðist hafa legið meira og minna niðri allt frá því í Svarta dauða og þar til Sigurður varð príor og má því eiginlega segja að hann hafi verið eini príor klaustursins alla 15. öld. Hann var sonur Jóns Ólafssonar, bónda í Hörgárdal. Hann kemur töluvert við ýmiss konar skjöl á síðari hluta 15. aldar, jarðakaupasamninga, dóma og fleira, og mun hafa aukið hag klaustursins umtalsvert eftir niðurlægingartíma.

Sigurður átti nokkur börn, þar á meðal Ara bónda á Laugalandi, föður Jóns biskups á Hólum. Ari dó þegar Jón var barn að aldri en þó eftir 1490, eða um svipað leyti og faðir hans.

Nikulásar Þormóðssonar, eftirmanns Sigurðar, er ekki getið í embætti fyrr en 1501 en hann hefur annaðhvort orðið príor mun fyrr eða príorslaust hefur verið í klaustrinu um árabil.

Heimildir breyta

  • „Möðruvallaklaustur. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Möðruvallaklaustur. Sunnudagsblað Tímans 13. ágúst 1967“.