1394
ár
(Endurbeint frá MCCCXCIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1394 (MCCCXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 20. júlí - Björn Einarsson í Vatnsfirði reið að Núpi í Dýrafirði með 90 manna lið, þar á meðal Vigfús Ívarsson hirðstjóra og Þorstein Eyjólfsson lögmann, og tókust þar sættir með honum og Þórði Sigmundssyni á Núpi í deilum þeirra.
- Ágúst - Vilchin Hinriksson Skálholtsbiskup kom til Íslands með svokölluðu Heinreksskipi og byrjaði á að fara í Skálholt og halda þar sjö daga veislu þar sem var "veitt svo ríkmannlega að hver drakk sem hann lysti nótt og dag og var ei drukkið annað en þykkt öl og enn dýrara".
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 17. september - Karl 6. rak alla gyðinga frá Frakklandi.
- 19. september - Benedikt XIII (Pietro de Luna) varð mótpáfi.
- Ottómanar hófu átta ára umsátur um Konstantínópel og lögðu Þessalíu undir sig.
Fædd
- 4. mars - Hinrik sæfari, prins af Portúgal (d. 1460).
- 4. júní - Filippa af Englandi, drottning Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, kona Eiríks af Pommern (d. 1430).
- 24. nóvember - Karl hertogi af Orléans, franskt skáld (d. 1465).
- 10. desember - Jakob 1. Skotakonungur (d. 1437).
Dáin
- 4. júní - María de Bohun, kona Hinriks 6., síðar Englandskonungs.
- 7. júní - Anna af Bæheimi, drottning Englands, fyrri kona Ríkharðs 2. (f. 1366).
- 16. september - Klemens VII mótpáfi (f. 1342).
- 24. mars - Konstansa, eiginkona John af Gaunt, hertoga af Lancaster (f. 1354).