Listi yfir íslenska framhaldsskóla

Listi yfir íslenska framhaldsskóla er listi yfir framhaldsskóla á Íslandi, það er skóla sem bjóða menntun að loknu grunnskólaprófi á námsbrautum sem eru styttri starfsnámsbrautir eða nám til stúdentsprófs. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins.[1] Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins, en sumir eru einkareknir eða sjálfseignarstofnanir.

Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Tækniskólinn (Sjómannaskólinn) í Reykjavík.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla 92/2008 eiga nemendur sem lokið hafa grunnskólaprófi rétt á sækja nám á framhaldsskólastigi. Nemendur sem hafa útskrifast með stúdentspróf úr framhaldsskóla geta sótt um nám í háskóla á Íslandi og erlendis. Flestir nemendur í hefðbundnu námi í framhaldsskólum í Reykjavík eru á aldrinum 16 til 19 ára en við suma skóla eru einnig öldungadeildir, kvöldskólar eða fjarnámsbrautir.

Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla landsins sem þeim ber að fara eftir. Í aðalnámskránni kemur fram hvaða námskröfur eru gerðar til nemenda og einnig eru settar kröfur um framvindu í námi. Aðalnámskrá er í stöðugri endurskoðun og eru breytingar á henni tilkynntar í Stjórnartíðindum. Alþingi hefur sett lög um þá menntastefnu sem krafist er af skólastigum landsins.

Listinn nær aðeins yfir skóla sem falla undir lög um framhaldsskóla, en ekki ýmsa aðra skóla á unglingastigi og fullorðinsstigi eins og til dæmis tónlistarskóla, Lýðskólann á Flateyri, LungA-skólann á Seyðisfirði eða Hallormsstaðaskóla.

Tilvísanir

breyta
  1. „Listi yfir skóla“. Menntamálastofnun.