Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Framhaldsskóli á Íslandi

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (stytt í FMOS) var stofnaður þann 20. ágúst 2009.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Stofnaður 20. ágúst 2009
Skólameistari Guðbjörg Aðalbergsdóttir
Nemendur 380 (árið 2014)
Nemendafélag NFFMOS
Staðsetning Háholt 35
270 Mosfellsbær
Ísland
Gælunöfn FMOS
Heimasíða www.fmos.is

Samningur um stofnun Fmos var undirritaður af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar 19. febrúar 2008 og byrjaði starfsemi hans strax haustið 2009. Fyrstu fimm árin fór skólastarf fram í elsta skólahúsnæði Mosfellsbæjar að Brúarlandi. Lokið var við nýja skólabyggingu í ársbyrjun 2014 og fluttist skólinn þá í nýju 4.000 m² bygginguna nærri miðbæ Mosfellsbæjar.

Tvær brautir í skólanum eru til stúdentsprófs: nátturuvísundabraut og félags- og hugvísindabraut. Boðið er upp á þrjár aðrar brautir: almenna námsbraut, listabraut, og íþrótta- og lýðheilsubraut. Skólinn byggir á símati og verkefnavinnu, og leggur áherslu á umhverfisfræði.

Nemendafélag Framhaldskólans í Mosfellsbæ (NFFMOS) rekur skemmtinefnd, fjölmiðlanefnd og íþróttanefnd. Nemendur voru 380 talsins árið 2014.[1]

Heimildir

breyta
  1. Svar mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um fjölda nemenda í framhaldsskólum. Þingskjöl Alþingis.