Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (stytt í FMOS) var stofnaður þann 20. ágúst 2009.
| |
Stofnaður | 20. ágúst 2009 |
---|---|
Skólameistari | Guðbjörg Aðalbergsdóttir |
Nemendur | 380 (árið 2014) |
Nemendafélag | NFFMOS |
Staðsetning | Háholt 35 270 Mosfellsbær Ísland |
Gælunöfn | FMOS |
Heimasíða | www.fmos.is |
Samningur um stofnun Fmos var undirritaður af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar 19. febrúar 2008 og byrjaði starfsemi hans strax haustið 2009. Fyrstu fimm árin fór skólastarf fram í elsta skólahúsnæði Mosfellsbæjar að Brúarlandi. Lokið var við nýja skólabyggingu í ársbyrjun 2014 og fluttist skólinn þá í nýju 4.000 m² bygginguna nærri miðbæ Mosfellsbæjar.
Tvær brautir í skólanum eru til stúdentsprófs: nátturuvísundabraut og félags- og hugvísindabraut. Boðið er upp á þrjár aðrar brautir: almenna námsbraut, listabraut, og íþrótta- og lýðheilsubraut. Skólinn byggir á símati og verkefnavinnu, og leggur áherslu á umhverfisfræði.
Nemendafélag Framhaldskólans í Mosfellsbæ (NFFMOS) rekur skemmtinefnd, fjölmiðlanefnd og íþróttanefnd. Nemendur voru 380 talsins árið 2014.[1]