Flensborgarskóli

Framhaldsskóli á Íslandi

Flensborgarskóli er framhaldsskóli í Hafnarfirði. Upphaflega var skólinn stofnaður sem barnaskóli 1877 með gjöf jarðarinnar Hvaleyrar. Skólinn fékk bréf frá stiftsyfirvöldum 18. febrúar 1878 og hóf starfsemi haustið eftir. Árið 1882 var honum breytt í alþýðu- og gagnfræðaskóla. Þar varð til fyrsti vísir að kennaramenntun á Íslandi. Árið 1970 tóku framhaldsdeildir til starfa við skólann og árið 1978 var honum breytt í fjölbrautaskóla.

Séra Þórarinn Böðvarsson, prófastur á Görðum á Álftanesi, stofnaði skólann til minningar um son sinn, Böðvar, sem dó 19 ára gamall árið 1869. Undir skólann keypti séra Þórarinn gamalt verslunarhús við sunnanverðan Hafnarfjörð. Á þeim stað höfðu upphaflega verslað kaupmenn frá Flensborg á Suður-Jótlandi og var verslunin kennd við heimabæ þeirra og kölluð Flensborgarverslun og staðurinn í daglegu tali kallaður Flensborg. Af þessu er heiti skólans dregið og skólinn hefur haldið nafninu þótt hann sé núna á öðrum stað í bænum.


Tenglar

breyta

64°3′54″N 21°57′4″V / 64.06500°N 21.95111°V / 64.06500; -21.95111

   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.