Lemonade (plata)

Breiðskífa eftir Beyoncé
(Endurbeint frá Lemonade)

Lemonade er sjötta breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út 23. apríl 2016 af Parkwood Entertainment og Columbia Records. Með útgáfu á plötunni fylgdi 65 mínútna kvikmynd með sama titil. Þetta er önnur sjónræna plata Beyoncé, en síðasta plata hennar, Beyoncé, var einnig sjónræn plata. Lemonade er þemaplata þar sem söguþráður laganna fjallar um tilfinningalegt ferðalag Beyoncé eftir framhjáhald eiginmanns hennar í kynslóða- og kynþáttasamhengi. Tónlistarstefna Lemonade er fyrst og fremst R&B og listpopp, en hún nær yfir ýmsar aðrar tónlistarstefnur, þar á meðal reggí, blús, rokk, hipphopp, sálartónlist, fönk, Americana, kántrí, gospel, raftónlist og trapp. Á lögum plötunnar koma fram James Blake, Kendick Lamar, the Weeknd og Jack White auk þess að þau innihalda hljóðbúta frá fjölda hipphopp og rokklaga.[3]

Lemonade
Breiðskífa eftir
Gefin út23. apríl 2016 (2016-04-23)
Tekin upp2014–2015
Hljóðver
Ýmis
    • Apex
    • Mad Decent
      (Burbank)
    • The Beehive
    • Conway Recording Studios
    • Henson Recording Studios
    • Record Plant
      (Los Angeles)
    • Jungle City Studios
      (New York City)
    • Larrabee Sound Studios
    • Mirrorball
    • Pacifique Recording Studios
      (North Hollywood)
    • Skip Saylor
      (Northridge)
Stefna
Lengd45:45
Útgefandi
Stjórn
  • Beyoncé
  • Diplo
  • Kevin Garrett
  • Jeremy McDonald
  • Ezra Koenig
  • Jack White
  • MeLo-X
  • Diana Gordon
  • Boots
  • DannyBoyStyles
  • Ben Billions
  • Mike Dean
  • Vincent Berry II
  • James Blake
  • Jonathan Coffer
  • Just Blaze
  • Mike Will Made It
Tímaröð – Beyoncé
Beyoncé: Platinum Edition
(2014)
Lemonade
(2016)
Everything Is Love
(2018)
Smáskífur af Lemonade
  1. „Formation“
    Gefin út: 6. febrúar 2016
  2. „Sorry“
    Gefin út: 3. maí 2016
  3. „Hold Up“
    Gefin út: 27. maí 2016
  4. „Freedom“
    Gefin út: 9. september 2016
  5. „All Night“
    Gefin út: 2. desember 2016

Lemonade er talin vera ein besta plata allra tíma og er lofaðasta plata á ferli Beyoncé. Platan var efsta plata tónlistargagnrýnenda árið 2016, og var útnefnd besta plata annars árartugar 21. aldarinnar af útágfum eins og Associated Press.[4][5] Árið 2020 var platan sett í 32. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“. Platan hlaut níu tilnefningar á 59. Grammy-verðlaunahátíðinni, þar á meðal fyrir plötu ársins, upptöku ársins og lag ársins. Hún vann verðlaun fyrir Best Urban Contemporary Album og Best Music Video. Platan hlaut 11 tilnefningar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni árið 2016 fyrir myndbönd hennar og vann hún 8 verðlaun, meðal annars fyrir Breakthrough Long Form Video og myndband ársins. Kvikmyndin hlaut 4 tilnefningar á 68. Primetime Emmy-verðlaunahátíðinni. Platan vann einnig Peabody verðlaun í flokki afþreyingar.

Lemonade komst í efsta sæti á vinsældarlistum í ýmsum löndum, þar á meðal á bandaríska Billboard 200, þar sem hún seldist í 653.000 einingum sem jafngilda plötu, þar af 485.000 eintökum í fyrstu vikunni. Síðan þá hefur hún verið viðurkennd sem þreföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA).[6] Lemonade var söluhæsta plata ársins 2016 á heimsvísu, en í lok ársins hafði hún selst í 2,5 milljónum eintaka um allan heim samkvæmt International Federation of the Phonographic Industry (IFPI).[7] Í Bandaríkjunum varð hún þrjiða mest selda plata ársins 2016 þar sem hún seldist í yfir 1,5 milljónum eintaka.[8] Af plötunni komu fimm smáskífur. Aðalsmáskífa plötunnar, „Formation“ komst hæst í tíunda sæti á bandaríska Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Smáskífurnar „Sorry“, „Hold Up“, „Freedom“ og „All Night“ komust einnig á Billboard Hot 100. Í apríl 2016 lagði Beyoncé af stað í tónleikaferðalagið The Formation World Tour, sem fór um Norður-Ameríku og Evrópu, til að kynna plötuna.

Lagalisti

breyta

Lemonade — Stöðluð útgáfa

  1. „Pray You Catch Me“
  2. „Hold Up“
  3. „Don't. Hurt Yourself“ (ásamt Jack White)
  4. „Sorry“
  5. „6 Inch“ (ásamt the Weeknd)
  6. „Daddy Lessons“
  7. „Love Drought“
  8. „Sandcastles“
  9. „Forward“ (ásamt James Blake)
  10. „Freedom“ (ásamt Kendrick Lamar)
  11. „All Night“
  12. „Formation“

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Lemonade (Beyoncé album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. júní 2023.

Tilvísanir

breyta
  1. Wilson, Carl (25. apríl 2016). „Beyoncé's "Lemonade" is incredible as a visual album. But how is it as just music?“. Slate. Sótt 2. október 2016. „...contemporary R&B album“
  2. Hogan, Marc. „Exit Music: How Radiohead's OK Computer Destroyed the Art-Pop Album in Order to Save It“. Pitchfork. Sótt 9. maí 2020. „There were still great art-pop albums, but, increasingly, they weren't necessarily rock albums. Across the last 20 years, monumental rap, R&B, and pop records like D'Angelo's Voodoo, Kanye West's My Beautiful Dark Twisted Fantasy, and Beyoncé's Lemonade have filled the void of full-length statements with both artistic seriousness and mass appeal that was formerly largely occupied by guitar bands“
  3. Drake, David (26. apríl 2016). „Beyoncé's 'Lemonade': A Guide to Samples and Interpolations“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júní 2016. Sótt 25. júní 2016.
  4. Savage, Mark (22. desember 2016). „Beyonce tops 2016 album 'poll of polls'. BBC News (bresk enska). Sótt 28. maí 2020.
  5. 'Lemonade' by Beyoncé is named the AP's album of the decade“. AP NEWS. 12. desember 2019. Sótt 28. maí 2020.
  6. „Gold & Platinum“. RIAA (bandarísk enska). Sótt 4. júlí 2019.
  7. „Global Music Report 2017 (bls. 9)“ (PDF). IFPI. 25. apríl 2017. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 26. apríl 2017. Sótt 25. apríl 2017.
  8. „Drake's 'Views' Is Nielsen Music's Top Album of 2016 in the U.S.“. Billboard. Sótt 17. júní 2019.